is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1670

Titill: 
  • Stöðvavinna í leikskóla, rými í rýminu : umhverfi með hundrað mál
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til bakkalárgráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri, vormisseri 2008. Tilgangur og markmið þessarar ritgerðar er að svara spurningunum: „Hvað er stöðvavinna í leikskóla?“ og „hvað þarf að hafa í huga við framkvæmd hennar þegar unnið er samkvæmt starfsaðferðum Reggio Emilia?“
    Til að lesendur átti sig á því hvað starf í anda Reggio Emilia felur í sér, byrjum við á því að fjalla um leikskólastarf í smábænum Villa Cella rétt utan við borgina Reggio Emilia á norður Ítalíu. Megináhersla í starfsaðferðum þeirra (R.E.), eru m.a. að hafa þarfir barna í fyrirrúmi, áhersla er lögð á skapandi starf, horft á vinnu barna með það í huga að finna leiðir til að þróa hana áfram, hlustað á börn og skoðanir þeirra virtar.
    Við leitumst við að skilgreina hvað býr að baki hugtakinu stöðvavinna í leikskóla, og hvaða þætti þarf að hafa í huga í slíkri vinnu. Við fjöllum um þá þætti sem við teljum að skipti máli og þarf að huga að við framkvæmd stöðvavinnu. Þessir þættir eru m.a. námsleiðir, uppeldisfræðileg skráning, námskrá og umhverfi. Einnig fjöllum við um lýðræði sem talið er vera einn af þeim þáttum sem einkenna starfsaðferðir Reggio Emilia.
    Gagnasöfnun fór fram með umræðum í tveimur rýnihópum og einstaklingsviðtal. Stuðst var við spurningar sem við töldum getað varpað ljósi á hugtakið stöðvavinna í leikskóla og þar með veitt svör við rannsóknaspurningunum okkar.
    Megin niðurstöður rannsóknarinnar eru að þátttakendur telja stöðvavinnu vera starfsaðferð sem veitir möguleika á að nálgast áhugasvið barna, í gegnum uppeldisfræðilegar skráningar. Þátttakendur telja mikilvægt að huga vel að umhverfi leikskólana, að það sé fallegt, vel skipulagt og að rýmið í rýminu sé skýrt og gefi rétt skilaboð um hvað þar er boðið upp á. Sveigjanleiki leikskólakennarans skiptir máli og að hann sé tilbúinn til að grípa hugmyndir barna á lofti og vekja og viðhalda áhuga barnanna á verkefnunum.

Samþykkt: 
  • 14.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1670


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
stöðvavinna í leikskóla.pdf731.1 kBOpinn„Stöðvavinna í leikskóla, rými í rýminu. Umhverfi með hundrað mál“-HeildPDFSkoða/Opna