is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16719

Titill: 
  • Íslenski atferlislistinn: Mat á þroska og líðan tveggja til sex ára barna
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mörg börn þurfa að glíma við geðræn vandamál sem hafa veruleg áhrif á daglega virkni þeirra. Til að hægt sé að veita þeim viðeigandi íhlutun þarf að skima fyrir vandamálum og greina þau snemma og áreiðanlega. Fljótlegasti og hagkvæmasti mátinn til að safna upplýsingum um hegðun og líðan barna er að notast við atferlislista. Á Íslandi höfum við fá mælitæki sem bæði eru þýdd og staðfærð hér á landi. Þessi rannsókn snýr að því að þáttagreina nýtt mælitæki sem er í þróun á Íslandi. Mælitækið er 158 atriða listi með jákvætt orðuðum atriðum. Með því að nota jákvætt orðuð atriði í stað neittkvætt orðaðra eins og vaninn er í atferlislistum er reynt að koma í veg fyrir skekkju í niðurstöðum atferlislista. Þátttakendur í rannsókninni voru 162 mæður barna á aldrinum tveggja til sex ára. Listinn var lagður fyrir rafrænt og sendur á nemendur Háskóla Íslands. Skoðuð var
    dreifing atriða, stígandi í meðaltali eftir aldri og þáttabygging listans. Gert er ráð fyrir því að fá þætti sem meta siðferðis-, félags- og tilfinningaþroska. Niðurstöður sýna að nokkrir skýrir þættir koma fram á listanum. Þættirnir tengjast allir þroskasviðunum þremur og eru Siðferisþroski, Tilfinningaþroski, Félagsþroski og einn ónefndur þáttur sem er töluvert óskýr. Einnig má sjá að dreifing atriða nálgast normaldreifingu sem gerir það að verkum að niðurstöðurnar henta til þáttagreiningar, ólíkt niðurstöðum neikvætt orðaðra lista sem brjóta grundvallarreglu þáttagreiningar um normaldreifingu gagna. Í þriðja lagi eru atriðin næm fyrir þroskabreytingum sem kemur fram í hækkandi meðaltali eftir aldri.

Samþykkt: 
  • 4.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16719


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.Kolbjörg.Lilja.pdf656.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna