is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16734

Titill: 
  • Orðræða í fjölmiðlum. Birtingamynd múslíma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir því hver ímynd múslíma í vestrænum fjölmiðlum er og hvernig sú ímynd á þátt í að skapa fordóma og andúð í garð múslíma hjá almenningi. Þá verður þessi umræða skoðuð með Ísland í huga, sem er í ákveðinni sérstöðu þar sem múslímskir innflytjendur eru enn fáir og umræðan fremur ný af nálinni. Þessi umræða verður sett í samhengi við kenningar um fjölmiðlavald, orientalisma Edward Said og staðalímyndir. Það mætti segja að innflytjendamál og samblöndun ólíkra menningarheima hafi verið í brennidepli almennra fjölmiðla undanfarin ár. Þá hefur ekki síst staða múslímskra hópa á Vesturlöndum verið undir smásjánni. Með fjölgun múslímskra innflytjenda í Evrópu hefur umræðan sem snýr að þeim aukist að sama skapi. Spurningar hafa vaknað hjá fólki er varða aðlögunarhæfni múslíma að vestrænum samfélögum og nýjum hefðum. Fólk virðist telja að erfiðleikar fylgi þessari aðlögun, sem er kannski ekki að undra ef fjölmiðlar á Vesturlöndum, nánar tiltekið í Evrópu eru skoðaðir til hlítar. Þessar skoðanir má því að mörgu leyti rekja til fjölmiðla sem hafa verið áberandi iðnir við að birta neikvæðar fréttir þegar kemur að múslímum. Hér á landi hafa umræðurnar verið heitar þegar ýmist múslíma eða fyrirhugaða moskubyggingu ber á góma, en Félag múslíma á Íslandi hefur árum saman falast eftir lóð undir slíka byggingu í Reykjavík, sem undanfarið hefur fallið í grýttan farveg. Hér verður leitast við því að svara hvers vegna umfjöllun fjölmiðla sem snýr að múslímum og íslam er svo neikvæð eins og raun ber vitni og hvort sú umfjöllun eigi við stoðir að styðjast. Rannsóknir verða skoðaðar sem snúa að hlutverki fjölmiðla í ímyndarsköpun múslíma og viðhorfum þeirra til sjálfs síns sem og vesturlandabúa.

Samþykkt: 
  • 11.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Heiða B.pdf390.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna