is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16753

Titill: 
  • Drykkjumynstur sjúklinga með áfengistengda skorpulifur eða brisbólgu í samanburði við alkóhólista án þessara sjúkdóma.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Einungis minnihluti einstaklinga sem ofnota áfengi fá skorpulifur eða brisbólgu. Ekki er ljóst af hverju sumt fólk er viðkvæmara fyrir eituráhrifum alkóhóls á lifur og enn minna um af hverju sumir fá brisbólgur vegna áfengis. Í nýlegri sænskri rannsókn var sýnt fram á að sjúklingar með skorpulifur vegna áfengis höfðu drukkið minna magn áfengis yfir ævina en sjúklingar með alkóhólisma án lifrarskaða. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða drykkjumynstur þriggja mismunandi hópa og athuga hvort að finndist marktækur munur þeirra á milli, á ýmsum þáttum er lúta að drykkju.
    Efniviður og aðferðir: Tekin voru viðtöl við 73 einstaklinga í þremur mismunandi hópum. 29 sem höfðu fengið greininguna „briskirtilsbólga af völdum áfengis“, 21 sem hafði fengið greininguna „skorpulifur af völdum áfengis“ og 23 í viðmiðunarhóp sem voru sjúklingar í afvötnun eða meðferð vegna áfengisfíknar á sjúkrastofnuninni Vogi, án bris eða lifrarsjúkdóms. Notaður var staðlaður og margreyndur spurningalisti, „Lifetime Drinking History“, til að fá svör við hve oft þátttakendur drukku á mismunandi tímabilum ævi sinnar, hve mikið magn áfengis í hvert skipti, hlutfall bjórs, léttvíns og sterks áfengis, hversu oft þeir hafa drukkið 5 einingar eða meira, „fyllerí“ (e. binge drinking), og lengd drykkjulausra tímabila.
    Niðurstöður: Meðaldrykkjumagn yfir ævina hjá skorpulifrarsjúklingum var 59.944 drykkir/einingar, hjá briskirtilssjúklingum var 49336 einingar og hjá viðmiðunarhópnum 47120 einingar. Þessi munur var ekki talinn marktækur (p = 0,25). Marktækur munur fannst á meðal-hlutfalli áfengis drukknu á fylleríum (5 einingar eða meira) þar sem karlmenn með brisbólgur höfðu drukkið minna magn áfengis á fylleríum, 83%, en karlmenn í viðmiðunarhópnum, 95%, (p = 0,019). Marktækur munur var á fjölda drykkjudaga þar sem skorpulifrarsjúklingar hafa að meðaltali drukkið fleiri daga, 5280, en viðmiðunarhópurinn, 3157, (p = 0,006).
    Ályktanir: Með þessari rannsókn hefur ekki verið hægt að sýna fram á marktækan mun á drykkju milli rannsóknarhópanna þriggja nema í fáum flokkum. Sjúklingar með áfengisfíkn án bris eða lifrarsjúkdóma hafa drukkið marktækt meira á fylleríum en sjúklingar með brisbólgur. Sjúklingar með skorpulifur hafa drukkið fleiri daga en sjúklingar í viðmiðunarhópnum.

Samþykkt: 
  • 22.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JonKristinnNielsenDrykkjumynstur.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna