is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16816

Titill: 
  • „Það skapar vellíðan að þurfa ekki að keppa við tímann“ : áhrif skipulags á vellíðan barna í leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að leita svara við því hvort og hvernig mismunandi skipulag í leikskólum hefur áhrif á vellíðan barna. Tilgangurinn var að fá innsýn í hvaða þættir hafa áhrif á hvernig daglegu starfi er háttað, hvernig stuðlað er að þátttöku barna og hvernig líðan þeirra birtist í starfinu.
    Þátttakendur í rannsókninni voru starfsfólk og börn í tveimur leikskólum. Rannsóknin fór fram á einni deild í hvorum skóla. Deildirnar voru valdar með tilliti til þess skipulags sem þar var. Annar leikskólinn starfar eftir hugmyndum leikskólanna í borginni Reggio Emilia og byggðist starfið þar á fyrir fram ákveðnu skipulagi þar sem hópastarf, val og önnur viðfangsefni fóru fram á tilteknum tímum. Hinn leikskólinn starfar eftir kenningu Mihalys Csikszentmihalyi um flæði. Skipulagið þar var sveigjanlegt og byggðist á stöðvum sem börnin gátu valið um. Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn þar sem gagna var aflað með athugunum á vettvangi og viðtölum við starfsfólk deildanna. Einnig var rýnt í fyrirliggjandi gögn í leikskólunum.
    Niðurstöður benda til þess að skipulag í leikskólunum hafi áhrif á vellíðan barnanna með ólíkum hætti. Helstu þættir, sem höfðu áhrif á skipulag starfsins, voru viðhorf starfsfólksins til barna og náms þeirra, efniviður, húsnæði leikskólans og nánasta umhverfi. Vellíðan barna í nákvæmu skipulagi birtist í því að börnin voru örugg um til hvers var ætlast af þeim, þau þekktu skipulagið og vissu hvað var í vændum. Börnin þurftu hins vegar oft að bíða eftir að röðin kæmi að þeim í vali eða þegar skipta átti um viðfangsefni og gátu sjaldan valið allt í senn: leikfélaga, efnivið eða leiksvæði. Þátttaka barna í sveigjanlegu skipulagi bauð upp á að þau hefðu áhrif á hvaða viðfangsefnum þau tóku þátt í yfir daginn. Vellíðan barnanna birtist í því að geta valið um viðfangsefni, svæði og leikfélaga. Börnin voru einbeitt og athafnasöm og þurftu ekki að keppa við tímann eða um þátttöku í ákveðnum viðfangsefnum.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore how different day schedule in two
    preschools affected children´s wellbeing. The main purpose was to gain
    insight into the factors influencing daily scheduling in the preschools, what
    enhanced children’s participation and how their wellbeing appeared.
    The participants in the study were the staff and the children in two
    classrooms in two preschools in Iceland, one working according to the ideas
    of the preschools in Reggio Emilia and the other one to the concepts
    developed by Mihaly Csikszentmihalyi. In the first preschool the day
    schedule was quite firm with different activities every hour, planned and
    prepared by the teachers. In the second one, the day schedule was flexible
    meaning that the teachers prepared diverse activities and the children were
    free to choose each time what was of interest for them. The research was a
    qualitative case study and data was generated through interviews and
    observations in the field. Available documents in the preschools were also
    examined.
    The main results indicate that children’s wellbeing is differently
    influenced by the two day schedules. Among the factors which affected
    how the teacher´s planned the preschool day were their views toward
    children and learning, the use of play material, and the environment inside
    the schools and the preschools surrounding. Where the schedule was firm
    children’s well-being appeared in their security knowing what was expected
    of them, knowing the daily routine and the forthcoming activities. However,
    quite often the children needed to wait until it was their turn and in times
    of changing activities. They seldom could choose all at once: playmates,
    material and play area. In the preschool where the day schedule was
    flexible the children were more often responsible in choosing which activity
    they took part in during the day. They also had more influence on what
    they did during the day. Children´s well-being appeared in their freedom to
    choose all at once, play material, where to play and with whom. The
    children were focused and active. They were not bound by the clock and
    didn´t have to compete for participation in activities.

Samþykkt: 
  • 30.10.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni 19. sept. 2013 pdf.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna