is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1681

Titill: 
  • Einstök börn : einhverfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Öll börn eru einstök og það eru börn með fötlun svo sannarlega líka. Fötlun getur verið bæði líkamleg eða andleg og stundum eiga börn við hvoru tveggja að stríða.Einhverfa er skilgreind sem ein tegund fötlunar og er hún yfirleitt fötlun til lífstíðar. Börn með einhverfu eiga oft erfitt með að skilja það sem fer fram í umhverfinu. Þau eiga einnig mörg hver og erfitt með tjáskipti og þeim getur reynst þrautin þyngri að greina mun á réttu og röngu. Misjafnt er hvernig foreldrar upplifa það að eignast barn með fötlun en með sanni má segja að líf fjölskyldunnar verður örugglega öðruvísi, líklega erfiðara og mikil áskorun. Í upphafi þessarar ritgerðar er einstökum börnum lýst, þá tekur við umjöllun um helstu fatlanir, þær tilgreindar og þeim lýst. Þar næst er fjallað um viðhorf til fatlaðra og fötlun í sögulegu ljósi. Fötluninni Einhverfu eru gerð ítarleg skil, einkennum hennar svo og greiningu og greiningartækjum. Einkenni einhverfu eru mörg og getur verið mjög erfitt að greina hana. Er það aðeins í höndum sérfræðinga að staðfesta grun um einhverfu því margar aðrar fatlanir og önnur heilkenni koma til greina. Þá er nauðsynlegt að ákveðið mörg einkenni séu til staðar svo greining á einhverfu fáist, en hvert barn er sérstakt og einkennin eru ólík eftir því. Þá er fjallað um helstu meðferðar- og kennsluúrræði sem nýst hafa vel fyrir börn með einhverfu. Einnig er fjallað um skóla án aðgreiningar en þar eru öll börn í skóla á sömu forsendum og eiga rétt á að fá kennslu við hæfi, á sínum hraða og á sínum forsendum.

Samþykkt: 
  • 15.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1681


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerðinöllsaman.pdf399.67 kBOpinnRitgerðin öll PDFSkoða/Opna