is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16833

Titill: 
  • „Lokið tölvunum“ : framhaldsskólakennari rýnir í starf sitt
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða hvernig ég, sem framhalds-skólakennari í þverfaglegum matvælagreinum, ígrunda og þróa eigin kennsluhætti til betri vegar. Rannsóknin er starfendarannsókn og fór öflun gagna fram á tveggja ára tímabili þar sem ég skráði meðal annars í dagbók upplifun mína af kennslustundum og vettvangi.
    Meginspurning rannsóknarinnar er: Hvernig getur upplýsingatækni og miðlun hjálpað mér að byggja nám nemenda á reynsluheimi þeirra? Í rannsókninni er því lýst hvernig ég, kennarinn, rýni í eigin kennsluhætti í því skyni að hætta að láta tölvunotkun nemenda í kennslustundum, sem ekki tengdist sjálfri kennslunni, angra mig. Ég athuga hvernig ég get snúið vörn í sókn og innleitt upplýsingatækni til að byggja nám nemenda á þeirra eigin reynsluheimi og um leið eflt hæfni þeirra til samvinnu og sjálfstæðra vinnubragða. Heiti verkefnisins „Lokið tölvunum“ er skírskotun til þessarar baráttu. Til að skoða þær breytingar sem áttu sér stað í kennslu minni nýti ég mér kenningar John Deweys um ígrundaða hugsun og nám í ljósi reynslunnar. Einnig komu hugmyndir Jeromy Bruners um merkingarbært nám að góðum notum. Í kenningum þessara fræðimanna er rík áhersla lögð á að námsefnið tengist fyrri þekkingu og reynslu nemenda og að þekking nemandans ráðist af þeirri reynslu sem nemandi fær við að öðlast skilning á námsefninu.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að í upphafi rannsóknar einkenndust kennsluaðferðir mínar af einu viðhorfi til náms, viðtökuviðhorfinu, þar sem kennari miðlar námsefni til nemenda sem sitja hlutlausir og hlusta. Enn fremur benda niðurstöðurnar til þess að eigi tæknin að dýpka nám nemenda verði kennari að kenna nemendum að nota verkfæri upplýsingatækninnar í námi og fá til þess bæði tíma og stuðning.

  • Útdráttur er á ensku

    „Close your computers“ Secondary teacher inquires into her educational practices.
    The aim of this study is to explore how I as an interdisciplinary culinary teacher at a secondary education level reflect on and develop my own teaching methods to improve student learning.
    The main question for this study is: How can information technology and communication help me build student learning based on their own experiences? The study is based on a two-year action research. In my research I explore my own teaching methods to stop letting students' computer usage in class bother me. Instead, I study how I can turn defense into positive action and implement information technology to build on students' learning experiences and at the same time enhance their ability to cooperate and work independently. The name the project "Close your computers" is an insight into this struggle. To examine the changes that took place in my teaching methods, I use theories of John Dewey's on reflective thinking and learning by doing. I also use Jeromy Bruner´s theories of meaningful learning. In these theories there is an emphasis on teaching material being related to prior knowledge and experiences of the student and the student knowledge is determined by the experience the student obtains from the curriculum.
    The main results indicate that in the beginning of the research my teaching methods were characterized by one teaching method, acquisition view, in which the teacher conveys material to the students who sit and listen neutrally. Furthermore, the results suggest that if the technology is aimed to enhance student´s learning abilities, teachers have to use information technology and have the time and support to do so.

Samþykkt: 
  • 4.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MeistararitgGuðlaug Ragnarsdottir.pdf681.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna