is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16848

Titill: 
  • Viðskiptahugmynd : Hvaða möguleika hefur nýtt gistiheimili í Reykjanesbæ?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinsældir Íslands og mikil aukning erlendra ferðamanna til landsins hefur haft góð áhrif og skapað mörg ný atvinnutækifæri og hafa smáfyrirtæki í ferðaþjónustu verið í örum vexti.
    Verkefnið gekk út á að skoða viðskiptahugmynd með opnun nýs gistiheimilis í Reykjanesbæ. Framkvæmd var samkeppnisgreining en hún fólst í því að skoða gististaði í Reykjanesbæ og var gerður samanburður á verði og þjónustustigi. Tölur í ferðaþjónustu voru einnig til skoðunar þar sem horft var á fjölgun ferðamanna, gististaða og nýtingu gistinótta. Gerð var kostnaðaráætlun og fjármagnsþörf en einnig var settur upp rekstrarreikningur til að gera grein fyrir framtíðarmöguleika gistiheimilis.
    Miðað við niðurstöður þá er varhugavert að stofna fyrirtæki ef fjárhagsþörf er mikil og ber að líta svo á að stofnendur slíkra fyrirtækja þurfa að huga betur að þeirri áhættu sem farið er út í ef tekjur ná ekki að standa undir kostnaði.
    Mikil aukning hefur verið á gistingu í Reykjanesbæ en skýringin liggur í nálægð gististaða við flugvöll, verð eru lægri en á Stór-Reykjavíkursvæðinu og gististaðir og sér í lagi heimagisting er að fá mjög góðar umsagnir fyrir þjónustu sem er persónulegri heldur en hjá stærri gistiheimilum.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2016
Samþykkt: 
  • 12.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16848


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-RITGERÐ_-__Sigrún_Björgvinsdóttir.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna