is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16856

Titill: 
  • Verðtryggð lán fyrirtækja
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um verðtryggingu lána hjá fyrirtækjum. Markmið hennar var að skoða hvort hagkvæmara sé fyrir fyrirtæki að fjármagna sig með óverðtryggðum útlánum fremur en verðtryggðum. Til að komast að niðurstöðu kannaði höfundur hver áhrifin væru á rekstur, efnahag, sjóðstreymi og áætlanagerð fyrirtækja að fjármagna sig með verðtryggðum lánum. Sett voru upp dæmi um verðtryggð og óverðtryggð lán við mismunandi forsendur og reynt að lesa úr niðurstöðum um hvor valmöguleikinn væri hagkvæmari. Rætt var einnig við fagaðila sem gáfu góð ráð og settu fram sína skoðun á málinu. Að lokum dregur höfundur niðurstöður saman og kemst að sinni eigin niðurstöðu.
    Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hægt að segja að verðtryggð lán séu hagkvæmari valkostur en óverðtryggð. Þvert á móti virðast raunvextir verðtryggðra lána betri en óverðtryggðra og óvissan síst meiri við áætlunargerð. Telur höfundur að verðtryggingin fái of neikvæða umfjöllun, en hún sé eingöngu afleiðing en ekki orsök vandans. Verðbólga er vandamálið og hún verður ekki leyst með því að einstaklingar og fyrirtæki færi lánin úr verðtryggðu í óverðtryggt.

Samþykkt: 
  • 13.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskil_-_Verðtryggð_lán_til_fyrirtækja_-_Erlingur_Þór_Tryggvason.pdf889.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna