is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16864

Titill: 
  • Væntingabil milli endurskoðenda og lesenda reikningsskila
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að rannsaka væntingabil á milli endurskoðenda og stjórnenda annars vegar og milli endurskoðenda og almennings hins vegar. Einnig vildu rannsakendur kanna hver ímynd endurskoðenda væri í augum stjórnenda og almennings og hvort hún væri í samræmi við hugmynd endurskoðenda um eigin ímynd. Rannsóknin var byggð á þremur spurningalistum sem hverjum fyrir sig var ætlaður tilteknum hópi úrtaks og var hverjum lista skipt upp í þrjá hluta. Fyrsta hluta var ætlað að kanna bakgrunn og þekkingu þátttakenda á störfum endurskoðenda og einnig ímynd þátttakenda á endurskoðendum. Í öðrum og þriðja hluta voru væntingar þátttakenda um ábyrgð endurskoðenda og stjórnenda rannsakaðar, bæði þegar um var að ræða endurskoðaðan og óendurskoðaðan ársreikning, með það að markmiði að athuga hvort fyndist martækur munur á milli hópa. Væntingabil var mælt með því að bera saman meðaltöl svara hópanna þriggja, sem voru á Likert-kvarða, og athuga hvort tölfræðilega marktækur munur var til staðar. Rannsóknin var framkvæmd í júní 2013 og töluvert erfitt reyndist að fá úrtak til að taka þátt og var svarhlutfall í lægra falli.
    Ímynd endurskoðenda reyndist vera töluvert góð og bera almenningur og stjórnendur almennt mikið traust til fagstéttarinnar. Hugmyndir endurskoðenda um eigin ímynd var í takt við þessar niðurstöður en þeir töldu almenning og stjórnendur bera frekar mikið traust í sinn garð.
    Niðurstöður bentu til að töluvert væntingabil sé til staðar á milli bæði endurskoðenda og stjórnenda og einnig endurskoðenda og almennings. Niðurstöður gáfu einnig til kynna að stjórnendur fyrirtækja séu vel meðvitaðir um eigin ábyrgð og minna væntingabil var á milli stjórnenda og endurskoðenda þegar væntingar um ábyrgð var mæld.
    Þátttakendur hafa miklar væntingar til endurskoðenda þegar kemur að því að koma upp um sviksamlegt athæfi. Mikið væntingabil mældist á milli endurskoðenda og beggja hópa þegar sá þáttur var kannaður. Bæði almenningur og stjórnendur telja endurskoðendur bera mikla ábyrgð á að koma upp um bæði minniháttar sem og veruleg svik við vinnu sína hvort sem um var að ræða endurskoðaðan eða óendurskoðaðan ársreikning.

Samþykkt: 
  • 14.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Væntingabil milli endurskoðenda og lesenda reikningsskila.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna