is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16867

Titill: 
  • Auglýsingabann á áfengi, lausn eða friðþæging?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er auglýsingabannið á áfengi og áhrif þess á áfengisneyslu. Tilgangur rannsóknarhluta ritgerðarinnar er að kanna hvort það sé ósamræmi á milli þess sem almennt er talið og þess sem rannsóknir sýna fram á um áhrif áfengisauglýsinga sem og hvort 20 gr. áfengislaga (auglýsingabannið) sé að gegna því hlutverki sem henni er ætlað.
    Til er fjöldi erlendra rannsókna sem sýna fram á að engin tengsl eru á milli áfengisauglýsinga og áfengisneyslu og sýnt hefur verið fram á að þær rannsóknir sem sagt er að sýni fram á að áfengisauglýsingar auki áfengisneyslu séu gallaðar. Samkvæmt rannsóknum eru auglýsingar ekki eins megnugar og margir halda en á mettuðum markaði auka auglýsingar ekki heildarneyslu heldur stýra þær neytendum í átt að ákveðnu vörumerki. Rannsókn þessi fólst í því að sendur var út spurningalisti sem innhélt spurningar um áfengisauglýsingar ásamt nokkrum bakgrunnspurningum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu það í ljós að meiruhluti þátttakenda taldi að áfengisauglýsingar leiði til aukinnar heildarneyslu áfengis þrátt fyrir að fræðin og fyrri rannsóknir sýni fram á annað. Þar sem ekki hefur tekist að sýna fram á tengsl á milli áfengisauglýsinga og áfengisneyslu telja undirritaðir að áherslu stjórnvalda í áfengismálum sé beint í rangar áttir.

Samþykkt: 
  • 14.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc_John_Thorhallur_Auglysingabann.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna