is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16899

Titill: 
  • Margar hendur vinna létt verk : hvernig efla má málörvun fatlaðs barns í daglegu starfi með þátttöku starfsfólks
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að finna árangursríka leið til að framfylgja ráðleggingum sérfræðinga um málörvun hjá barni með fötlun í daglegu starfi á leikskóla. Sérfræðingarnir eru talmeinafræðingur barnsins og leikskólaráðgjafi frá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins. Markmið rannsóknarinnar er að efla málþroska hjá einu barni með fötlun í daglegu starfi á leikskóla, með því að safna saman upplýsingum um inngrip frá öllu starfsfólki deildar barnsins, því áhersla er á að allir taki þátt og aðgreina áhrif þess á barnið og skoða hvernig til tókst.
    Í þessari rannsókn er leitað svara við því hvaða leiðir rannsakandi fór í að innleiða málörvun í daglegt starf með þátttöku allra hlutaðeigandi aðila.
    Rannsóknarsniðið er starfendarannsókn sem stóð yfir í sex vikur þar sem fyrirfram ákveðin hugtök og tákn voru valin með hliðsjón af mati sérfræðinga og námskrá barnsins.
    Rannsóknin byggir á gögnum sem innihalda skráningar rannsakanda, skráningar starfsfólks og samtöl við þá, auk þess sem litið var á viðeigandi efni frá ýmsum opinberum aðilum og viðfangsefnið skoðað í fræðilegu samhengi. Þátttakendur í rannsókninni voru barn á sjötta aldursári, sex starfsmenn leikskóladeildar þar sem dvelja 28 börn, önnur börn með sérþarfir og sjálfur rannsakandinn.
    Í stuttu máli eru helstu niðurstöðurnar þær að „margar hendur vinna létt verk“. Rannsóknarniðurstöður benda til þess að þegar allir taka þátt í því að efla ákveðinn þátt, eins og í þessu tilviki að efla orðaforða og tjáskipti hjá barni, eykur það öryggi barnsins þegar kemur að eigin getu, barnið verður glaðara og tilbúnara til tjáskipta. Skortur á tíma til að skrá niður það sem beðið var um er áberandi hjá starfsfólki og dæmi um hindranir en þeim fannst þó öllum að þetta verkefni væri jákvætt innlegg í daglegt starf.

  • Útdráttur er á ensku

    Many hands make light work: How to promote language stimulation of a child with disabilities with participation of all employees
    The subject of this thesis is to find the most successful and effective way to implement the advices of specialists on language stimulation for a child with disabilities in their daily work in a preschool. The specialists are speech therapist and consultants from the State Diagnostic and Counselling Centre. The objective of the research is to promote language development of a child with disabilities in daily work in a preschool and gather information on interventions from all employees of the child’s vsection, emphases how to get everyone involved in the research, analyse its impact on the child and evaluate the findings.
    This research attempts to answer how the researcher manages to implement language stimulation into daily activities with the participation of all parties concerned.
    The sample framework of the action research lasted for six weeks, where predetermined terms and symbols were chosen with regard to the evaluation of specialists and the childs curriculum.
    The research is based on data that include the researcher’s recordings, employee’s registrations, employee’s interviews, as well as examining relevant content from various public sources and the subject analysed in context. Participants in the research can be divided into five groups: a five year old child, seven employees of one section of a preschool, 28 children attending the preschool section, other children with special needs of the preschool section and finally the researcher.
    In summary, the main findings are that "many hands make light work ". When everyone participate in promoting a specific factor, as in this research to increase the vocabulary and communication skills of a child, it increases the child’s confidence, it shows an increase in content and is more willing for communication. Lack of time to register what the researcher requested from the employees is notable, however they all claimed that this research project was a positive contribution to their daily work and responsibilities.

Samþykkt: 
  • 20.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16899


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AMG_Margarhendurvinnalettverk.pdf1.8 MBLokaður til...01.09.2040HeildartextiPDF