is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16919

Titill: 
  • Mikilvægi þjálfarans í skipulögðu íþróttastarfi fyrir börn og unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið sem hér um ræðir er bakkalárverkefni til fullnaðar BA-gráðu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Markmið mitt með ritgerðinni er að skoða mikilvægi þjálfarans í skipulögðu íþróttastarfi fyrir börn og unglinga. Hvernig það umhverfi sem hann skapar getur haft áhrif á upplifun iðkandanns af íþróttinni og hvernig hann getur unnið á móti þeim neikvæðu áhrifum sem fylgt geta íþróttaiðkun. Gildi leiks fyrir þroska barnsins eru mikil en hann mótar einstaklinginn í æsku og á unglingsárum. Íþróttir eru í eðli sínu leikur en stór hluti barna og unglinga hér á landi tekur þátt í skipulögðu íþróttastarfi. Mikilvægt er þó að hafa í huga að áhrif íþrótta geta einnig verið neikvæð og það fer mikið eftir einstaklingnum sjálfum hvernig hann upplifir þátttöku sína. Brottfall úr skipulögðu íþróttastarfi er mikið þegar komið er á unglingsár en mest er það á aldrinum 11-14 ára þegar sjálfsmynd einstaklingsins er í mikilli mótun. Þau tilfinningatengsl sem barn myndar við aðra og þau skilaboð sem það fær frá þeim eru talin geta haft mikil áhrif á mótun sjálfsmyndar þess og því getur þjálfarinn haft mikil áhrif. Helstu niðurstöður eru þær að þjálfarinn gegnir lykilhlutverki í upplifun barna og unglinga af skipulögðu íþróttastarfi, en eðli starfsins skiptir miklu máli. Mikilvægt er því fyrir þjálfarann að huga að þáttum eins og sjálfsmynd iðkenda, getuskiptingu, fæðingardagsáhrifum og sérhæfingu.

Samþykkt: 
  • 26.11.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefán Ólafur Stefánsson-BA-verkefni-2013.pdf388.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna