is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1691

Titill: 
  • Markaðs- og kynningaráætlun : Luv ehf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var sá að varpa ljósi á þætti sem Luv ehf. þarf að lagfæra og betrumbæta til að bæta markaðsstöðu sína og fyrirbyggja aðrar markaðsógnir.
    Luv ehf. er ungt fyrirtæki sem stofnað var árið 2006 í kjölfari þátttöku eigenda í keppninni Ungir vísindamenn. Vara Luv ehf. er Nuddgallinn sem er samfella með myndum sem sýna strokur ungbarnanudds og er ætlað börnum frá 0-18 mánaða.
    Framkvæmd var rannsókn og voru mæður sem sóttu mömmumorgna í Garðabæ og á Akueyri fengnar til að svara nokkrum spurningum. Rannsóknin var unnin í apríl, var notast við megindlega rannsóknaraðferð og lokaðar spurningar.
    Helstu niðurstöður markaðsrannsóknarinnar leiddu í ljós að einungis 58% vissu að enn í dag væri verið að selja Nuddgallann og af þeim sem vissu af honum voru um 32% sem vissu hvar hann fengist. Fæstar gerður sér grein fyrir því að heimasíða Luv ehf. tengdist Nuddgallanum.
    Litlum fjármunum hefur verið varið í kynningarstarf Luv ehf., en reynt hefur verið að komast í sem ódýrustu eða jafnvel fríar auglýsingar. Bæta þarf því kynningarstarf Luv ehf. en það er hægt að gera það til dæmis með fréttatilkynningum, umfjöllum á spjallþráðum Barnalands og Barnanets og með auglýsingum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til jan. 2012
Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1691


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Markaðs- og kynningaráætlun-Luv ehf - efnisyfirlit.pdf77.26 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Markaðs- og kynningaráætlun-Luv ehf - heild.pdf431.62 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Markaðs- og kynningaráætlun-Luv ehf - heimildaskrá.pdf85.08 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna
Markaðs- og kynningaráætlun-Luv ehf - útdráttur.pdf205.29 kBOpinnÚtdrátturPDFSkoða/Opna