is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16932

Titill: 
  • Mansal: Viðhorf og þekking
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða viðhorf, þekkingu og upplifanir fagfólks sem hefur komið að mansalsmálum á Íslandi. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir í formi viðtala og voru þátttakendur sem uppfylltu markmið rannsóknarinnar valdir með markmiðsúrtaki. Alls urðu þátttakendurnir sjö, sem allir höfðu það sameiginlegt að hafa komið að vinnu í mansalsmálum, hvort sem það var í beinni vinnu, að stefnumótun eða bæði. Framkvæmd rannsóknar stóð yfir frá ágúst til nóvember 2013.
    Helstu niðurstöður sýndu fram á að þátttakendur töldu mansalsmál vera erfið í vinnslu og flókin. Allir höfðu jákvætt viðhorf til þeirra breyting í lagaumhverfi sem orðið hafa undanfarin ár á Íslandi, til að geta betur mætt þörfum þolenda og stuðlað að vernd þeirra. Þátttakendur voru þó jafnframt sammála um það að enn vantaði mikið upp á þekkingu og meðvitund fagfólks ólíkra starfstétta um mansal almennt og þörfina fyrir aukna þjálfun. Einnig væri þörf á að auka meðvitund almennt um ólíkar tegundir mansals og að skilja betur hinar flóknu þarfir þolenda sem væru mjög einstaklingsbundnar.
    Lykilorð: Mansal, nútíma þrælasala, stefnumótun, þjónusta, félagsráðgjöf

Samþykkt: 
  • 13.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16932


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf958.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna