is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16936

Titill: 
  • Hvenær telst háttsemi refsilaus á grundvelli neyðarvarnarákvæðis 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um neyðarvörn 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Hvenær telst háttsemi refsilaus á grundvelli ákvæðisins og hvaða skilyrði þurfa að vera fyrir hendi svo að verknaður rúmist innan þess? Neyðarvarnarákvæðið er almennt orðað og hefur staðið óbreytt síðan lög nr. 19/1940 voru sett. Vegna þessa þarfnast ákvæðið túlkunar og við beitingu þess fer fram visst hagsmunamat. Þess vegna er mikilvægt að skoða dómaframkvæmd til að átta sig á því hvenær farið er út fyrir þessi leyfilegu mörk neyðarvarnar.
    Við skoðun á Hæstaréttar- og héraðsdómum má sjá að mikilvægustu skilyrðin eru þau að verk verður að vera nauðsynlegt til að verjast ólögmætri árás og sú aðferð sem beitt er við varnarverkið verður að vera forsvaranleg. Ef öll skilyrði 12. gr. eru fyrir hendi, þá er verk lögmætt og skylt að sýkna.

Samþykkt: 
  • 13.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16936


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Anna Jónsdóttir.pdf598.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna