is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16950

Titill: 
  • Rafræn samskipti í rómantískum samböndum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með rannsókninni var að kanna að hve miklu leyti nemendur við Háskóla Íslands notast við rafræn samskipti, svo sem SMS og tölvupósta, sem samskiptamáta í rómantískum samböndum við elskhuga/maka. Rannsóknin mat hversu oft nemendur höfðu sent eða fengið send rafræn skilaboð með góðum eða slæmum fréttum, sem og viðhorf þeirra til þess hvernig þeir myndu helst vilja taka á móti og segja frá slíkum fréttum. Helstu niðurstöður benda til þess að nemendur við Háskóla Íslands séu ekki að notast við rafræn skilaboð í miklum mæli til að miðla slæmum og góðum fréttum í rómantískum samböndum. Þó var um eina undantekningu að ræða en svo virðist sem nemendur séu þónokkuð að nýta sér rafræn skilaboð til að senda elskhuga/maka að þá langi til að stunda kynlíf með viðkomandi. Þættir eins og kyn, aldur og sjálfsmynd virtust ekki hafa áhrif á notkun nemenda á rafrænum skilaboðum í rómantískum samböndum. Þá benda niðurstöður einnig til þess að flestir nemendur séu á þeirri skoðun að þeir myndu vilja taka á móti og greina frá slæmum og góðum fréttum er varða samband sitt við elskhuga/maka, augliti til auglitis.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to explore the usage of electronic communication, such as text messages and emails, in romantic relationships amongst students at the University of Iceland. It was evaluated how often students have sent or received good or bad news through electronic messages. Students were also asked about their opinions on what method they would prefer for receiving or giving good or bad news. The results suggest that students at the University of Iceland do not use electronic messaging much to communicate good or bad news in romantic relationships. However, with one exception, it seems that students use electronic messages a lot to send their lover/spouse that they want to have sex with him/her. It appears that factors such as gender, age and self-esteem have little effects on students use of electronic messages in romantic relationships. The result also indicated that the majority of students would like to receive and report bad and good news regarding his/her relationship with a lover/partner, face to face.

Samþykkt: 
  • 17.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16950


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rafræn samskipti í rómantískum samböndum..pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna