is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16954

Titill: 
  • „Ég mæli með þessu fyrir alla.“ Viðhorf, upplifun og reynsla starfsmanna sem sinna einstaklingsþjálfun fyrir einhverf börn á landsbyggðinni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknin fjallar um viðhorf, reynslu og upplifun starfsmanna sem sjá um kennslu og þjálfun fyrir einhverf börn á landsbyggðinni. Verkið byggir á eigindlegum rannsóknaraðferðum með viðtölum við átta viðmælendur. Rætt var við sex starfsmenn leikskóla sem sáu um snemmtæka íhlutun og tvo ráðgjafa hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins (GRR). Markmið rannsóknarinnar var að fá fram sjónarhorn starfsfólks á starfsháttum, vinnuumhverfi og stuðningi á vinnustað. Einnig að varpa ljósi á upplifun og líðan þeirra sem starfa með einhverfum börnum. Samstarf við GRR og skólaskrifstofur var skoðað og leitað eftir mati viðmælenda á áhrifum snemmtækrar íhlutunar á þroskaframvindu barnanna.
    Helstu niðurstöður voru þær að öllum viðmælendum sem störfuðu í leikskóla leið vel í vinnunni og þótti starfið áhugavert og gefandi. Í nokkrum viðtölum kom í ljós að starfsfólk finnur fyrir einangrun í starfi. Annars vegar skorti leiðbeiningar og sérfræðiþekkingu og hins vegar töluðu viðmælendur um einangrun frá almennu skólastarfi. Þátttakendur virtust ekki vera undir miklu álagi þó svo að sumir dagar væru erfiðir. Mismunandi kennslu- og þjálfunaraðferðir voru notaðar. Öllum viðmælendum fannst starfsaðferðir sem þeir notuðu árangursríkar. Stuðningur yfirmanna var í flestum tilvikum góður og greindu viðmælendur frá því að slíkur stuðningur væri mikilvægur og yki sjálfstraust og starfsánægju þeirra. Þátttakendur voru flestir vel menntaðir, höfðu góða þekkingu og skilning á starfi sínu og mikilvægi þess fyrir börnin og fjölskyldur þeirra. Viðmælendur sem störfuðu á leikskóla töldu samstarf við GRR, skólaskrifstofur og félagsþjónustu gott. Nokkrar ábendingar komu fram um að heimsóknir frá GRR mættu vera fleiri og að ráðgjafar hennar gætu sýnt meiri viðleitni í að kynnast börnunum betur.
    Lykilorð: Einhverfa, snemmtæk íhlutun, stuðningur, samstarf, félagsráðgjöf

Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 17.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
„Ég mæli með þessu fyrir alla“ Viðhorf, upplifun og reynsla starfsmanna sem sinna einstaklingsþjálfun fyrir einhverf börn á landsbyggðinni .pdf3.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna