is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16963

Titill: 
  • Seigla. Að sigrast á mótlæti í æsku
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig einstaklingar sem alast upp við slæmar félagslegar uppeldisaðstæður spjara sig. Í upphafi var spurt hvað eru slæmar félagslegar uppeldisaðstæður, hvernig tekst fólki sem býr við þess háttar aðstæður að spjara sig og hvaða kenningar liggja til grundvallar því að rjúfa félagslegan vítahring.
    Rannsóknin var unnin með eigindlegri aðferðarfræði og gögnum safnað með viðtölum við fimm einstaklinga sem ólust upp við slæmar, félagslegar uppeldisaðstæður ásamt viðtölum við fimm starfsmenn félagsþjónustu sveitarfélaga. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að til staðar var fólk sem reyndist einstaklingunum vel og stuðlaði að því að þeir spjöruðu sig. Í ljós kom að þau töldu kerfið ekki hafa tekið eftir þeim, að þau hefðu svo gjarnan viljað fá meiri athygli í skólanum, að einhver hefði spurt hvernig þeim liði, en voru öll sátt við hvernig rættist að lokum úr þeirra lífi. Starfsmenn félagsþjónustunnar segja flókna þætti valda því að fólk spjarar sig en að margt sé hægt að gera til að styðja fólk sem elst upp við slíkar aðstæður. Félagsþjónusta ætti ekki að vera refsivöndur og að mati viðmælenda finnst stjórnmálamönnum of mikið fjármagn fara málaflokkinn.
    Niðurstöður rannsóknarinnar veita þannig innsýn í líf þeirra sem ólust upp við slæmar félagslegar uppeldisaðstæður, hvernig þeir spjöruðu sig og hvað kerfið getur gert til þess að styðja við þá. Mikilvægi liggur einnig í því að bætt er í þann þekkingargrunn sem til er um þetta málefni. Heildarsýn á að vera leiðarljós í vinnu þeirra sem styðja þá sem alast upp við slæmar félagslegar uppeldisaðstæður. Ef það er gert þá getur það haft afgerandi áhrif til að rjúfa félagslegan vítahring.
    Lykilorð: félagslegar aðstæður, spjara sig, velferðarkerfið, frumkvæði og heildsýn.

Samþykkt: 
  • 19.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna