is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16978

Titill: 
  • Tengsl Facebook notkunar og félagshæfni unglinga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ein af grunnþörfum mannsins er félagsleg tengsl og samskipti við aðra. Til að uppfylla þá þörf og svo að samskipti verði árangursrík þarf einstaklingur að búa yfir félagshæfni. Netvæðingin hefur alið af sér nýjar samskiptaleiðir en slík samskipti nefnast tölvumiðluð samskipti. Eitt vinsælasta afsprengi þeirrar þróunar er samfélagssíðan Facebook. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvort tengsl væru milli notkunar Facebook og félagshæfni unglinga. Notast var við fyrirliggjandi megindleg gögn, annarsvegar gögn EU NET ADB frá 2012 og hinsvegar gögn úr rannsókninni Þyngd skólabarna og tengsl hennar við líðan frá 2001. Gagnasöfnin innihéldu sjálfsmat unglinga sem fengið var með svörun á spurningalistum. Spurningalistarnir byggðu meðal annars á YSR lista ASEBA mælitækisins, en hæfniþáttur listans var notaður til að mæla félagshæfni.
    Niðurstöður rannsóknarinnar voru að félagshæfni unglinga var nánast sú sama fyrir og eftir tilkomu Facebook. Nánast allir unglingarnir í úrtakinu voru notendur Facebook en meðalnotkun var 2,4 klukkustundir á dag. Niðurstöður sýndu að það eru tengsl milli tíma sem varið er á Facebook og félagshæfni. Auk þess sýndu niðurstöður að því meiri tíma sem notaður var á Facebook því slakari var félagshæfni unglinga. Mikil notkun á Facebook virtist hafa neikvæð tengsl við ánægju unglinga með lífið og samskipti við foreldra. Þegar niðurstöðurnar voru studdar með kenningum er hafa verið settar fram varðandi tölvumiðluð samskipti eru vísbendingar um að fyrirliggjandi vandi sé orsök mikillar notkunar en þó er ekki hægt að fullyrða um sambandið.

Samþykkt: 
  • 27.12.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16978


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Tengsl Facebook notkunar og félagshæfni unglinga. Guðrún Ásta Bergsteinsdóttir.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna