is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/16992

Titill: 
  • Er vilji allt sem þarf? Hvers vegna norræna velferðarstjórnin hafði ekki erindi sem erfiði við breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með ritsmíð þessari er að varpa ljósi á hvað kunni að skýra að ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs tókst ekki að leiða til lykta heildarendurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Atburðarásin sem hér er til skoðunar nær frá efnahagshruni Íslands haustið 2008 til þingslita 2013. Rakin er sú saga að eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 framseldi almenningur vald sitt til stjórnmálaflokka sem boðuðu hugmyndir um heildarendurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins Íslands og norræna velferðarstjórnin var mynduð. Ríkisstjórnin sinnti verkefninu með þeim aðferðum að kjörnir fulltrúar almennings skyldu gera tillögu að nýrri stjórnarskrá. Stjórnlagaráð skilaði fullbúnum niðurstöðum en þrátt fyrir það náði heildarendurskoðun ekki í gegnum þingið áður en því var slitið í mars 2013. Varpað er ljósi á ástæðu þess með kenningum í opinberri stefnumótun um meiriháttar stefnubreytingar. Samkvæmt kenningum John W. Kingdons má færa rök fyrir því að stjórnarskrármálið hafi komist á dagskrá og gluggi tækifæranna opnast. Við það að gefa almenningi aðgang að dagskránni skapaðist aftur á móti ágreiningur í samfélaginu og hagsmunabarátta líkt og kenningar Baumgartner og Jones fjalla um. Færð eru rök fyrir þeirri niðurstöðu að við þær aðstæður hafi norræna velferðarstjórnin ekki haldið uppi skýrri samstöðu um málið né haft úthald til að veita því fyrsta forgang líkt og Carolyn Touhy telur vera forsendur meiriháttar stefnubreytinga.

Samþykkt: 
  • 6.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/16992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Salka Margrét - BA ritgerð .pdf610.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna