is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17013

Titill: 
  • Viðhorf framhaldsskólakennara til samskipta og samvinnu við nemendur og starfsfólk : ,,Manneskja sem lætur sig aðra manneskju varða"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Menntastofnanir eru að færast í auknum mæli að aukinni samvinnu, gagnsæi og einstaklingsmiðuðu námi og starf kennarans er orðið meira krefjandi en áður var. Til þess að markmiðum kennslu verði náð er mikilvægt að samskipti og samvinna kennara og nemenda séu góð. Þjónandi forysta er hugmyndafræði sem gengur út á það að leiðtoginn sé þjónn samstarfsfólks síns, sé hvetjandi, styðjandi og efli það til þess að verða sjálft þjónandi leiðtogar. Hinn þjónandi leiðtogi spyr spurninga á borð við: ,,Hvers þarfnast fólk? Hvernig get ég og stofnun mín komið til móts við þarfir þess?“ Þannig leitast hann ætíð við að greina og mæta þörfum annarra til þess að stofnunin eða fyrirtækið nái sem bestum árangri.
    Þessi ritgerð fjallar um áherslur framhaldsskólakennara í samskiptum og samvinnu við nemendur og starfsfólk og tengsl við hugmyndafræði þjónandi forystu. Markmið rannsóknarinnar var tvíþætt. Annars vegar að kanna hverjar áherslur framhaldsskólakennaranna í Verkmenntaskólanum á Akureyri væru í samskiptum og samvinnu við nemendur og starfsfólk skólans og hins vegar hvort þær áherslur endurspegluðu hugmyndafræði þjónandi forystu. Fræðilegt og hagnýtt gildi rannsóknarinnar er að auka innsýn í þjónandi forystu í skólastarfi framhaldsskólakennara og meta birtingarmynd hennar. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar í formi viðtala við sex framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri vorið 2013.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar eru þær að áherslur framhaldsskólakennara við Verkmenntaskólann á Akureyri einkennast af velvild til nemenda og samstarfsfólks þeirra. Samvinna, agi, árangur og þjónusta voru orð sem voru viðmælendum töm. Niðurstöðurnar bera þess merki að samhengi sé á milli áherslna kennaranna og hugmyndafræði þjónandi forystu. Kennararnir lögðu áherslu á það að fá nemendurna með sér og koma þeim í skilning um það að mikilvægt sé að vinna saman að sameiginlegum markmiðum.
    Í ljósi þessara niðurstaðna er mikilvægt að auka vægi þessara þátta í kennslu og rannsaka betur samskipti og samvinnu allra innan námssamfélagsins þannig að allir nái að blómstra á sínum vettvangi.

  • Útdráttur er á ensku

    Educational institutions are increasingly moving to closer collaboration, transparency and individualization of learning, which makes the teacher's job more and more challenging. In order to achieve the teaching objectives it is important that the communication and collaboration between teachers and students are good. Servant leadership is a philosophy that is encouraging, supportive and feels responsible for serving the needs of the other. The servant leader asks questions like: “What people need? How can I and my organization respond to these needs?"
    He always strives to identify and meet the needs of others so the institution or company will achieve the best results.
    This essay focuses on the secondary school level and looks into the communication and collaboration between students and staff and their relationships with the philosophy of servant leadership. The aim of this study was to explore the communication and collaboration between students and staff in the secondary
    school and whether the communication reflected the philosophy of servant leadership. Theoretical and practical value of the research is to increase insight into servant leadership in upper secondary education and assess its manifestation. The method which was used in the study was a qualitative research by interviewing six teachers at one secondary schools in Akureyri in the spring of 2013. The results of this research are that secondary school teachers in Verkmenntaskólinn in Akureyri are characterise by good will towards their students and colleagues. Collaboration, discipline, performance and service were words that were most frequently used by the teacher. The results show that there is a
    correlation between the points teachers emphasize on and the philosophy of servant leadership.The teachers stressed the importance towards a common goal and make them realize the importance of working together for common goals. In light of these findings it is important to increase the importance of the
    philosophy of servant leadership in teaching and do research into the communication and cooperation of everyone within the educational community so that everyone is able to develop in their field.

Samþykkt: 
  • 7.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17013


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur meistaraprófsritgerð lokaskil í skemmu.pdf967.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna