is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17033

Titill: 
  • Samband markaðshneigðar og frammistöðu ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Til þess að fyrirtæki geti náð betri árangri en önnur fyrirtæki á markaði og viðhaldið honum, þurfa þau að skapa sér viðvarandi samkeppnisforskot. Niðurstöður fjölmargra rannsókna hafa sýnt fram á að markaðshneigð er ein mikilvægasta auðlind fyrirtækja til að ná viðvarandi samkeppnisforskoti á markaði. Markaðshneigð er ákveðin tegund fyrirtækjamenningar sem markast af vilja allra starfsmanna til þess að veita viðskiptavininum sem mestan ávinning og framúrskarandi gæði. Meginmarkmið fyrirtækjanna er að hámarka hagnað og auka samkeppnishæfni sína. Til þess að það sé mögulegt þarf að afla markaðsupplýsinga, miðla þeim upplýsingum innan fyrirtækisins og fá fram ný viðbrögð í þeirri viðleitni að ná betri árangri. Niðurstöður fjölmargra rannsókna hafa sýnt jákvætt samband milli markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækja.
    Markmið þessarar rannsóknar var annars vegar að leggja mat á markaðshneigð ákveðinna ferðaþjónustufyrirtækja sem eiga aðild að Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF) á Íslandi og hins vegar að kanna samband markaðshneigðar fyrirtækjanna við frammistöðu þeirra. Framkvæmd var megindleg matsúrtaksrannsókn með MARKOR matskvarða.
    Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að jákvætt samband sé á milli markaðshneigðar íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja og frammistöðu þeirra. Um er að ræða nokkuð sterka fylgni. Ennfremur bentu niðurstöðurnar til jákvæðs sambands milli allra grundvallarþátta markaðshneigðar og frammistöðu fyrirtækjanna. Markaðshneigð íslenskra fyrirtækja í ferðaþjónustu er ekki mjög mikil og er töluvert svigrúm fyrir fyrirtækin að auka markaðshneigðina. Sérstaklega má þó bæta miðlun markaðsupplýsinga innan fyrirtækjanna. Miðlun markaðsupplýsinga er ein grunnforsenda þess að fyrirtæki geti aukið markaðshneigð sína.
    Helstu takmarkanir rannsóknarinnar voru lágt svarhlutfall. Þá voru huglægir mælikvarðar notaðir við mat á frammistöðu fyrirtækjanna en æskilegra hefði verið að leggja hlutlægt mat á frammistöðuna. Jafnframt eru ferðaþjónustufyrirtækin sem tóku þátt í rannsókninni ólík í eðli sínu enda markaðurinn langt í frá einsleitur. Þrátt fyrir takmarkanir gefa niðurstöðurnar nokkuð góða vísbendingu um markaðshneigð íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 8.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17033


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Ýr Sigbjörnsdótt ir.pdf1.93 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna