is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17042

Titill: 
  • Þróun opinberra fjármála árin 1998-2012. Kerfisbreytingar í skugga hruns
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á síðastliðnum 15 árum hefur staða ríkissjóðs tekið merkilegum breytingum og með ritgerð þessari er lagt upp með að fara í gegnum þann farveg sem myndaður var í ríkisfjármálum fyrir efnahagshrunið 2008. Gerðar voru breytingar á tekjuhlið og útgjaldahlið þegar vel áraði í efnahagslífinu og atvinnuleysi í lágmarki. Um var að ræða margar nauðsynlegar breytingar sem höfðu afgerandi áhrif á afkomu ríkissjóðs og lífskjör í landinu. Skattkerfið var tekið til endurskoðunar og fjölmörg skatthlutföll lækkuð. Með auknum umsvifum í hagkerfinu fóru skatttekjur ríkissjóðs að aukast. Hagnaður af sölu ríkisfyrirtækja var jafnframt stór ástæða þess að tekjur ríkissjóðs urðu umtalsverðar og staða ríkissjóðs sterkari. Gerðar voru margar breytingar varðandi útgjaldaflokka ríkisins sem voru þess eðlis að útgjöld til sumra málaflokka hækkuðu mikið. Þar má helst nefna kerfisbreytingar sem sneru að almannatryggingum, barnabótum og fæðingarorlofi. Í stað þess að draga úr ríkisúgjöldum í góðærinu juku stjórnvöld því útgjöld. Þrátt fyrir að vera mikilvægar breytingar má ætla að tekin hafi verið of stór skref á of skömmum tíma á mörgum sviðum. Þróun ríkisútgjalda var með því móti að ríkissjóður hefði ekki getað staðið undir henni til lengri tíma. Draga þurfti úr útgjaldaþróuninni við efnahagshrunið til að reyna að tryggja stöðugleika í ríkisfjármálum. Það var gert með beinum niðurskurði fjárframlaga og hagræðingu sem og skattahækkunum. Aðgerðir stjórnvalda í opinberum fjármálum fyrir efnahagshrunið veiktu fjárhagsstöðu ríkissjóðs og gerðu það að verkum að enn erfiðara var fyrir ríkið að takast á við niðursveifluna.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17042


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björg Þorsteinsdóttir-BS.pdf2.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna