is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17057

Titill: 
  • Önnur tímamót í skjalastjórn? ISO 30300 staðlaröðin
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikilvægt er fyrir skipulagsheildir að stjórna skjölum á kerfisbundinn hátt. Þörfin á að hafa stjórn á skjölum getur verið lagaleg og viðskiptaleg og getur stutt við þekkingarstjórnun. Á síðari tímum hefur krafan um gegnsæi og rekjanleika hjá skipulagsheildum aukist. Alþjóðlegu staðlasamtökin hafa gefið út staðla sem snúa að skjalastjórn, ISO 15489:2001 er grundvallarstaðall skjalastjórnar. Alþjóðlegu staðlasamtökin hafa einnig gefið út stjórnunarstaðla sem hægt er að fá vottun samkvæmt. Hér er fjallað um fjóra þeirra og tengda staðla og tækniskýrslur. Sagt er frá gæðastjórnunarstaðlinum ISO 9001:2008, umhverfisstjórnunarstaðlinum ISO 14001:2004, ISO 27001:2005, staðli um stjórnkerfi öryggistækni og teknar saman þær kröfur sem staðlarnir gera til skjalastjórnar. ISO 30301:2011 er stjórnunarstaðall um skjöl sem kom út árið 2011. Honum er ætlað að greiða fyrir leið skjalastjórnar innan skipulagsheilda. Fjallað er um kröfurnar sem koma fram í staðlinum og einnig um þær kröfur sem hann gerir til skjalastjórnar. Hægt er að fá vottun samkvæmt staðlinum og hefur verið bent á að með því sýni skipulagsheildir gegnsæi og heilindi.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17057


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrafnhildur Stefánsdóttir BA.pdf628.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna