is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1705

Titill: 
  • Vilja kvenstjórnendur komast til æðstu stjórnunarstarfa og telja þær möguleika sína jafna og karla?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari skýrslu er fjallað um kvenstjórnendur og vilja þeirra til að komast til æðstu stjórnunarstafa. Jafnframt verður gert grein fyrir þeim hindrunum sem þær telja sig mæta við að klífa stjórnunarstigann. Í upphafi voru settar fram rannsóknarspurningarnar:
    Vilja kvenstjórnendur komast til æðstu stjórnunarstarfa og telja þær möguleika sína jafna og karla?
    Mikið hefur verið rætt á undanförnum árum hve fáar konur eru í stjórnum fyrirtækja. Margir telja að ekkert sé við þessu að gera heldur verði tíminn að jafna þennan kynjamun en aðrir telja að til að þetta breytist verði að halda umræðunni opinni og leita leiða til að auðvelda konum að stíga upp í efstu þrep stigans.
    Til að leita svara við rannsóknarspurningunni voru staðlaður spurningar lagðar fyrir kvenstjórnendur á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður þeirrar vinnu leiddu í ljós að ekki er sjálfgefið að konur vilji komast til æðstu stjórnunarstarfa. Svo virðist sem það sé líklegra að konur sækist eftir að komast í starf yfirstjórnanda en að komast í stjórn fyrirtækja. Margt bendir til þess að konur telji að þær hafi ekki jafna möguleika og karlmenn, því meðal þess sem þær töldu oftast vera hindrun var kynferði og tengslanet æðstu stjórnenda. Jafnframt taldi meirihlutinn að karlar fengju frekar hvatningu til að sækja um stjórnunarstörf.

Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1705


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK2106F - Arndís Baldursóttir ha020449(1).pdf1.09 MBOpinnKvenstjórnendur og æðstu stjórnunarstörfPDFSkoða/Opna