is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17065

Titill: 
  • „Þessi komment, mér finnst þau eiginlega mesta gullið.” Áhrif og notagildi upplýsinga á Trip Advisor.
  • Titill er á ensku The effect and usefulness of information on Trip Advisor
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Rannsóknarverkefni þetta fjallar um viðhorf ferðamanna til vefsíðunnar Trip Advisor þar sem áhersla er lögð á að afla sér upplýsinga um vöru eða þjónustu út frá myndum, einkunnum eða stjörnugjöf og umsögnum annarra. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hver áhrifin verða þegar notendur upplifa jákvæðar eða neikvæðar myndir, einkunnir eða stjörnugjafir og umsagnir. Einnig var það haft að markmiði að kanna hvaða þættir reyndust ferðamönnum mikilvægastir við upplýsingaöflun og af hverju. Með það að leiðarljósi var eftirfarandi rannsóknarspurningum svarað: Hversu vel treysta notendur ferðavefsíðunni Trip Advisor og þeim upplýsingum sem birtast þar? Hvert er mat notenda á þeim áhrifum sem verða af að upplifa jákvæðar eða neikvæðar myndir, einkunnir eða stjörnugjafir og umsagnir um vöru eða þjónustu á vefsíðunni Trip Advisor?
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekin voru átta einstaklingsviðtöl við þátttakendur á dreifðu aldursbili og af báðum kynjum. Með eigindlegri rannsókn fengust djúpar lýsingar af upplifunum og áhrifum viðmælenda af viðfangsefninu.
    Helstu niðurstöður leiddu í ljós að almennt bera notendur traust til þeirra upplýsinga sem fram koma á vefsíðunni Trip Advisor. Að mati viðmælenda höfðu jákvæðar upplýsingar, eins og myndir, einkunnir eða stjörnugjöf og umsagnir, jákvæð áhrif á notendur og leiddu til þess að notendur voru líklegri til að nýta sér þá vöru eða þjónustu, sem í boði var. Þrátt fyrir það tóku viðmælendur jákvæðum upplýsingum með fyrirvara þar sem þeir töldu aðila tengda fyrirtækinu geta skráð falskar einkunnir eða stjörnugjafir og umsagnir. Skilja mátti á viðmælendum að stakar neikvæðar umsagnir inn á milli margra jákvæða umsagna hefðu lítil sem engin áhrif á viðmælendur. Innihald neikvæðra umsagna þyrfti að teljast alvarlegt í augum neytenda til þess að hafa neikvæða áhrif á ákvörðun þeirra til að nýta sér vöru eða þjónustu.

  • Útdráttur er á ensku

    This dissertation discusses travellers’ views torward websites such as Trip Advisor where emphasis is on researching information regarding a product or service based on pictures, ratings or star ratings and reviews from others. The aim of this study was to research the effect that positive or negative pictures, ratings or star ratings and reviews may have on users. The research also aimed to explore which factors users thought to be most significant when acquiring information and why. The best possible responses were accumulated for the following research questions: How well do users trust the information found available on the website Trip Advisor? What experience do users derive from seeing and reading positive or negative pictures, ratings or star ratings and reviews regarding a product or service on Trip Advisor?
    A qualitative method is carried out in this research with eight personal interviews to gain insight into the perspective of participants. Participants were of both genders and a wide age range.
    The main results of this research indicate that users generally trust information obtained from websites such as Trip Advisor. The participants viewed positive information, such as pictures, ratings or star ratings and reviews, to have positive effect on users’ and their willingness to take a product or service into use. Despite this, participants were aware of the probabilities of false ratings and reviews so information was regarded sceptically. According to the participants single negative reviews within many positive reviews had little or no effect on them. The content of a negative review had to be considered drastic by the participant for it to have a negative effect on his decision making process in taking a product or service into use.

Samþykkt: 
  • 9.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð.pdf984.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna