is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1707

Titill: 
  • Jóhann Ólafsson & Co. : greining á þörfum verslunarstjóra á Akureyri
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Jóhann Ólafsson & Co. er rótgróið fyrirtæki á sviði innflutnings, heildsölu og smásölu. Fyrirtækið hefur kynnt Íslendingum fyrir fjölmörgum þekktum vörumerkjum og lagði grundvöll að viðskiptum á milli Íslands og Japan. Meðal þeirra vörumerkja sem fyrirtækið býður upp á er OSRAM, sem er þýskur ljósaperuframleiðandi, og hafa þau átt yfir 50 ára farsælt samstarf.
    Jóhann Ólafsson & Co. hefur ávallt haft það að leiðarljósi að veita viðskiptavinum sínum örugga og góða þjónustu. Til þess að það sé mögulegt þarf að kanna hverjar þarfir viðskiptavina eru og hvaða þættir geta haft áhrif á hæfni fyrirtækisins til þess að uppfylla þessar þarfir. Því var byrjað á því að gera umhverfisgreiningu, þar sem innra og ytra umhverfi fyrirtækisins var skoðað og niðurstöður greiningarinnar voru teknar saman í SVÓT greiningu.
    Til þess að veita öllum viðskiptavinum góða þjónustu þarf að flokka heildarmarkaðinn niður í smærri markhópa, því mismunandi hópar hafa mismunandi þarfir. Því var gerð STP greining, sem snýst um að flokka markaðinn niður, velja hvaða hópa sé best að einblína á hverju sinni og að lokum að skapa vörunni sess innan þeirra hópa sem valdir eru.
    Mikilvægt er fyrir verslunarstjóra að hafa rétta lýsingu í verslunum sínum. Lýsing hefur mikil áhrif á kauphegðun viðskiptavina auk þess sem röng lýsing getur valdið því að viðskiptavinir sjái vörurnar ekki í réttu ljósi. Til eru margar tegundir ljósa og eru þær helstu bornar saman í verkefninu.
    Markmið þessa verkefnis var að kanna hverju verslunarstjórar á Akureyri leitast eftir þegar kemur að lýsingu í verslunum og hversu vel þeir þekktu OSRAM vörumerkið. Fljótlega vöknuðu spurningar um hvort verslunarstjórar gerðu sér grein fyrir mikilvægi lýsingar og var því ákveðið að bæta við rannsóknarspurningum til þess að komast að því. Til þess að fá svör við þessum spurningum var framkvæmd stutt könnun meðal verslunarstjóra.
    Helstu niðurstöður könnunarinnar voru þær að flestir verslunarstjórar lögðu mesta áherslu á að hafa lýsingu sem skila litum rétt til neytenda og að þeir legðu minnsta áherslu á að lýsingin sé ódýr. 68% aðspurðra sögðust hafa kynnt sér mikilvægi þess að hafa rétta lýsingu og 75% höfðu áhuga á að kynna sér mikilvægi þess betur. Einnig var athyglisvert að sjá að OSRAM var þekktasta vörumerkið af ljósaperum meðal verslunarstjóranna, en 21 af þeim 28 sem spurðir voru nefndu OSRAM annaðhvort sem fyrsta eða annað vörumerki sem þeim datt í hug.
    Helstu tillögur sem lagðar voru fram út frá niðurstöðum verkefnisins voru að Jóhann Ólafsson & Co. bæti heimasíðu sína, notist við almannatengsl til þess að koma vörum sínum á framfæri, haldi kynningu meðal verslunarstjóra um mikilvægi lýsingar í verslunum og kynni vörur sínar í leiðinni og að lokum komi vörum sínum á framfæri hjá þeim verslunum sem koma til með að opna á hinu nýja Glerártorgi.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2012
Samþykkt: 
  • 16.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1707


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Johann_Olafsson.pdf590.08 kBOpinn"Jóhann Ólafsson og Co."-heildPDFSkoða/Opna
efnisyfirlit.pdf43.36 kBOpinn"Jóhann Ólafsson og Co."-efnisyfirlitPDFSkoða/Opna