is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17101

Titill: 
  • Samfélagsmiðlar og Viðskiptavinamiðaða Vörumerkjavirðislíkanið. Notkun samfélagsmiðla til að búa til sterkt vörumerki með tilliti til Viðskiptavinamiðaða Vörumerkjavirðis líkansins: Tvö raundæmi úr heimi tölvuleikja þessu til stuðnings
  • Titill er á ensku Social Media and the Customer Based Equity Model
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á seinasta áratug hafa samfélagsmiðar sprottið upp og þróast og hafa í raun orðið að daglegum þætti í lífi fólks og fyrirtækja. Þessi ritgerð kannar hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa á styrkleika vörumerkis og er því ritgerðarspurningin Hvaða áhrif hafa samfélagsmiðlar á styrkleika vörumerkja? Til að fá svar við ritgerðarspurningunni er notast við Viðskiptavinamiðað Vörumerkjavirðislíkan (e. Customer Based Equity model) Kellers (2008). Markmið ritgerðarinnar er að sýna fram á með hvaða hætti samfélagsmiðlarnir hafa í raun aukið hæfni fyrirtækja til að búa til sterk vörumerki. Sérstaklega skal nefnt (1) Hvernig samfélagsmiðlar hafa breytt umtali (e. word of mouth) vörumerkis (2) Þær leiðir sem notaðar eru til að mæla viðbrögð og vinna úr þeim upplýsingum (3) Þær leiðir sem fyrirtæki hafa öðlast til að búa til djúpt og minnisstætt samband milli viðskiptavina sinna og vörumerkja fyrirtækisins.
    Ritgerðin skoðar tvö raundæmi í formi tölvuleikja til að sýna betur fram á hvernig samfélagsmiðlar hafa áhrif á styrkleika vörumerkis. Leikirnir tveir sem skoðaðir eru eiga það sameiginlegt að vera spilaðir í gegnum internetið. En þeir búa yfir mismunandi eiginleikum sem að aðgreinir þá hvorn frá öðrum og eru þessi leikir (1) EvE Online og (2) League Of Legends. Leikirnir eru skoðaðir með tilliti til samfélagsmiðla og Vörumerkjavirðislíkan Kellers (2008). Leikirnir munu skýra betur fyrir lesendum þau áhrif sem að samfélagsmiðlar hafa á styrkleika vörumerkis og hvernig forsvarsmenn leikjanna nýta samfélagsmiðla til að styrkja sín vörumerki.
    Niðurstaða ritgerðarinnar sýnir hvaða þætti vörumerkjastjórnendur þurfa að hafa í huga þegar þeir eru að byggja upp sterkt vörumerki eftir tilkomu samfélagsmiðla. Hún sýnir einnig að stærstu breytilegu þættirnir eru að umtal sem myndast um vörumerki hefur margfaldast í stærð og ekki nóg með það þá verður umtalið til margfalt hraðar en áður fyrr. Þessu umtali er nauðsynlegt að fylgjast með svo hægt sé að greina tilfinningar og skoðanir viðskiptavina á vörumerkinu. Með samfélagsmiðlum hefur orðið auðveldara og ódýrara að kanna tilfinningar og skoðanir viðskiptavina á vörumerkinu. Samfélagsmiðlarnir hafa einnig gert það auðveldara að búa til sterkt samband milli viðskiptavina og vörumerkis með hinum ýmsu leiðum eins og til dæmis spjallsíðum vörumerkis og fleira.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17101


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Einar_Örn_Sigurjónsson_BS.pdf.pdf359.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna