is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17104

Titill: 
  • Markaðir fyrir framvirka gjaldeyrissamninga án afhendingar (NDF markaðir). Er æskilegt að opna NDF markað með íslensku krónuna?
  • Titill er á ensku Non-Deliverable Forward Foreign Exchange Markets (NDF Markets). Would an NDF Market for the Icelandic Krona be Beneficial?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hefðbundin framvirk viðskipti með gjaldmiðla landa í viðjum fjármagnshafta eru jafnan takmörkuð. Annaðhvort er markaður fyrir slík viðskipti ekki fyrir hendi í haftalandinu eða aðgangur erlendra aðila að markaðinum er bundinn hömlum. Gjarnan myndast þá markaður fyrir framvirk gjaldeyrisviðskipti án afhendingar, svokölluð NDF viðskipti (e. non-deliverable forwards). Slík viðskipti byggjast á innbyrðis gengi milli tveggja gjaldmiðla en samningurinn er gerður upp í öðrum gjaldmiðlinum, sem er ákveðinn fyrirfram. Þannig er mögulegt að sneiða hjá fjármagnshöftum. Slíkir markaðir eru oftast aflandsmarkaðir en einnig eru til dæmi um NDF heimamarkaði.
    Nú um stundir eru íslenskir gjaldeyris- og afleiðumarkaðir í höftum og óvíst er hvenær þau verða afnumin. Nær ómögulegt er fyrir þorra íslenskra fyrirtækja og fjárfesta að verja sig fyrir gengisbreytingum. Því er áhugavert að velta fyrir sér hvort æskilegt væri fyrir yfirvöld að heimila og hvetja til myndunar NDF markaðar með íslensku krónuna.
    Markaður af þessu tagi er ekki gallalaus. Viðskipti á honum gætu haft áhrif á stundargengismarkaðinn og þannig gert Seðlabankanum erfiðara fyrir að ná markmiðum sínum. Auk þess kynnu að myndast óhagstæð verðbil vegna lítils seljanleika. Loks geta mikil afleiðuviðskipti án nægilegs eftirlits gert hagkerfið viðkvæmara fyrir áföllum en ella.
    NDF markaður, sérstaklega heimamarkaður, gæti þó reynst vel á Íslandi. NDF heimamarkaður kæmi til móts við eftirspurn fjárfesta og fyrirtækja eftir gjaldeyrisvörnum og yki þannig stöðugleika og öryggi í rekstri íslenskra fyrirtækja. Innviðir markaðarins og reynsla þátttakenda gætu jafnframt nýst á afleiðumarkaði eftir afnám hafta. Loks hefði NDF markaður mikið upplýsingagildi fyrir yfirvöld og fjárfesta.
    Í umræðu um viðreisn efnahagskerfisins og afnám hafta á Íslandi hefur myndun NDF heimamarkaðar fengið takmarkaða athygli. Þessari ritgerð er ætlað að kynna slíkan markað sem raunhæfan valkost sem getur bætt rekstraraðstæður íslenskra fyrirtækja og auðveldað umskipti yfir í frjálst flæði fjármagns.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17104


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
NDF markaðir_BA ritgerð.pdf2.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna