is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1711

Titill: 
  • Kjarnafæði : stefnumótun og skipulag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Stefnumótun er Kjarnafæði mikilvæg svo stjórnendur og starfsfólk fyrirtækisins viti að hvaða markmiði er stefnt og hvernig það ætli að ná árangri. Stjórnendur fyrirtækisins þurfa að taka mið af þáttum í ytra og innra umhverfi þess við gerð stefnumótunar. Við val á skipulagi þurfa stjórnendur fyrirtækisins einnig að taka mið af þáttum í umhverfi þess og meta óvissu þeirra þar sem þeir geta haft áhrif á hvaða skipulag henti því best.
    Kjarnafæði hefur enga forskrifaða stefnu heldur er hún sjálfsprottin. Stjórnendur fyrirtækisins vinna ekki að reglulegri stefnumótun heldur setja þeir því stefnu til fimm ára. Slík vinna þyrfti að vera árleg þar sem ytra umhverfi fyrirtækisins er farið að breytast mjög ört. Þessar breytingar í ytra umhverfinu hafa bein áhrif á innra umhverfið og því er mikilvægt að fyrirtækið hafi gott skipulag til að geta sinnt hlutverki sínu og tekist á við breytingar.
    Kjarnafæði styðst við starfaskipulag en vegna stækkandi starfsemi og breytinga í ytra umhverfi er tímabært að fyrirtækið fari að huga að skipulagsbreytingum. Það skipulag sem helst kæmi til greina væri fléttuskipulag en það skipulag auðveldar öll samskipti og samræmingu innan fyrirtækisins. Fléttuskipulagið gerir fyrirtækinu þannig kleift að takast á við breytingar í umhverfinu og mæta mismunandi kröfum þess.
    Stjórnendur Kjarnafæðis verða að gera sér grein fyrir mikilvægi stefnumótunar og fara að vinna markvisst að henni. Gott skipulag þarf að vera til staðar til að auðvelda slíka vinnu.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 17.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1711


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
efnisyfirlit.pdf143.78 kBOpinn"Kjarnafæði stefnumótun og skipulag"-EfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
utdrattur.pdf86.31 kBOpinn"Kjarnafæði stefnumótun og skipulag"-ÚtdrátturPDFSkoða/Opna
heimildaskra.pdf119.69 kBOpinn"Kjarnafæði stefnumótun og skipulag"-HeimildaskráPDFSkoða/Opna
Kjarnafaedi.pdf460.07 kBLokaður"Kjarnafæði stefnumótun og skipulag" -heildPDF