is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17130

Titill: 
  • Bækur fyrir lesendur framtíðarinnar. Ritstjórn og útgáfa unglingabóka
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslenskir höfundar hafa skrifað unglingabækur um nokkurt skeið. Í ritgerðinni sem hér fer á eftir verður í fyrri hluta fjallað almennt um íslenskar unglingabækur, útgáfusögu og algeng umfjöllunarefni þeirra. Í seinni hluta verður fjallað um ritstjórn og útgáfu unglingabóka og unnið úr svörum viðmælenda. Lagðar voru spurningar fyrir fimm viðmælendur sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga á unglingabókum og þekkja til útgáfunnar. Markmiðið með ritgerðinni er að skoða útgáfu íslenskra unglingabóka í víðu samhengi, bæði lesendahópinn og umfjöllunarefni bókanna og einnig útgáfuaðstæður, markaðsmál, hindranir og tækifæri. Margt athyglisvert kom fram í máli viðmælenda. Unglingar vilji geta samsamað sig aldri og aðstæðum söguhetja, efnið þarf að höfða til lesandans og ekki þykir vænlegt til árangurs að ætla að predika rétta hegðun og góða siði yfir unglingum í bókunum. Mikilvægt er að efni bókanna sé fjölbreytt eins og unglingarnir eru sjálfir. Viðmælendur nefna að unglingar séu virkir notendur fjölmiðla og benda á að fjalla þurfi um bækur í fjölmiðlum sem höfða til ungs fólks. Slík umfjöllun, kynning á „YA“ (Young Adult) hugtakinu og vönduð framsetning á bókum í verslunum og bókasöfnum gæti jafnframt reynst hvatning til rithöfunda um að halda áfram að skrifa fjölbreyttar og vandaðar bækur sem bæði unglingar og fullorðnir vilja lesa. Ritstjórar og útgefendur leika stórt hlutverk í þessari vinnu og bera mikla ábyrgð á að velja vandað efni til útgáfu og fylgja því vel úr hlaði.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ma_loka_ingibjorg_valsdottir.pdf661.44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna