is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/171

Titill: 
  • „Er þetta ekki örugglega um mig?“ : eigindleg rannsókn á upplifun maka einstaklinga sem búa heima með langvinn veikindi/fötlun og hafa fengið þjónustu iðjuþjálfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hin síðari ár hefur áhersla verið lögð á að fólk sem á við langvinn veikindi/fatlanir að stríða búi á heimilum sínum. Aðstandendur eru sá hópur sem oft vill gleymast þegar talað er um skjólstæðinga iðjuþjálfa, sérstaklega þegar þjónusta er veitt í heimahúsum. Við teljum að með aukinni þekkingu á upplifun makans aukist skilningur á umhverfi skjólstæðingsins og þannig sé hægt að bæta þjónustu iðjuþjálfa og annars fagfólks.
    Hugmyndafræði iðjuþjálfa miðar að því að horfa á einstaklinginn frá heildrænu sjónarmiði í umhverfi þar sem eitt hefur áhrif á annað. Rannsakendur telja það því ekki síður hlutverk sitt sem fagmenn að aðstoða makann við að halda sínu daglega lífi áfram þrátt fyrir breyttar aðstæður, jafnframt því að leggja áherslu á fræðslu til að létta umönnun og hvetja þann veika/fatlaða til sjálfsbjargar.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna og öðlast innsýn í upplifun maka einstaklinga sem búa heima með langvinn veikindi/fötlun og hafa fengið þjónustu frá iðjuþjálfa. Rannsóknarformið var aðferðafræði eigindlegra rannsókna og stuðst var við fyrbærafræðilega nálgun. Tekin voru sex hálfstöðluð opin viðtöl við maka á aldrinum 39 – 75 ára sem búa í Þingeyjarsýslu og við Eyjafjörð. Þeir áttu það sameiginlegt að eiginkonur/eiginmenn þeirra búa við langvinn veikindi/fötlun. Gögnin voru greind í níu meginþemu. Undir hverju meginþema komu fram eitt til átta undirþemu.
    Niðustöður þessarar rannsóknar sýna hvernig makar langveikra/fatlaðra einstaklinga upplifa „margra ára áfall” og að hafa ekkert val um að fara í umönnunarhlutverkið en finnst að sama skapi mikilvægt „að standa sig” og að uppgjöf komi ekki til greina. Við greiningu sjúkdómsins finnst þeim skorta upplýsingar um hann, meðferð, hvers er að vænta, hvaða úrræði og félagsleg þjónusta er í boði. Makar eru sjaldnast spurðir um líðan þeirra því athyglin beinist að hinum veika og þeir fá óbeinan stuðning frá kerfinu við að annast hinn veika en að sama skapi er þeim jafnvel haldið utan við sjúkdómsferlið og ekki alltaf haft samráð varðandi umönnun og útvegun hjálpartækja. Í niðurstöðum kemur fram að breyttar aðstæður felast m.a. í minnkuðum fjárhag þar sem fyrirvinna er ein, breyttri búsetu og félagslegri einangrun. Mökum finnst allt lenda á þeim og það sé erfitt að biðja um aðstoð frá umhverfinu sem hafi í för með sér líkamlegt og andlegt álag og versnandi heilsufar. Stuðningur frá fjölskyldu, vinum, vinnuveitendum og fagfólki var mökum mikilvægur, fyrst og fremst til að minnka álag og til styðja þá í að halda sínu daglega lífi áfram þrátt fyrir breyttar aðstæður. Meðrannsakendur komu fram með tillögur að lausnum og lögðu áherslu á að það vantaði búsetuúrræði fyrir yngra fólk sem lendir meðal annars í þeim aðstæðum að geta ekki verið án aðstoðar við daglegar athafnir og jafnvel ekki geta lengur búið heima.
    Frá sjónarhóli iðjuþjálfunar hefur lítið sem ekkert verið rannsakað um þetta efni.og því geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið skref í þekkingarþróun innan hennar.
    Lykilhugtök: maki, umönnunaraðilar, langvinnir sjúkdómar, reynsla, upplifun,vellíðan

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ummig.pdf755.18 kBTakmarkaður„Er þetta ekki örugglega um mig?“ - heildPDF
ummig-e.pdf62.5 kBOpinn„Er þetta ekki örugglega um mig?“ - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
ummig-h.pdf104.13 kBOpinn„Er þetta ekki örugglega um mig?“ - heimildaskráPDFSkoða/Opna
ummig-u.pdf67.45 kBOpinn„Er þetta ekki örugglega um mig?“ - útdrátturPDFSkoða/Opna