is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17227

Titill: 
  • Þróun matskvarða til að meta tilfinningastjórn sem tengist kvíða hjá börnum á grunnskólaaldri
  • Titill er á ensku Development of rating scale to assess emotion regulation that relates to anxiety in children of compulsory school age
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Niðurstöður helstu rannsókna á kvíða benda til þess að það geti haft hagnýtt gildi að finna þætti sem tengjast tilfinningastjórn, þar sem mat á tilfinningastjórn hefur gefið góða raun í betri aðgreiningu á kvíða og gæti því verið mikilvægur þáttur til þess að bæta greiningu og meðferð á kvíða. Markmið rannsóknar var að meta tilfinningastjórn sem tengist kvíða hjá börnum í samræmi við líkanið um skerta tilfinningastjórn í kvíða (emotion dysregulation model, EDM). Í líkaninu er gert ráð fyrir fjórum ferlum: Í fyrsta lagi, sterkum tilfinningalegum viðbrögðum; í öðru lagi, minni þekkingu og skilningi á eigin tilfinningum; í þriðja lagi, neikvæðum viðbrögðum við tilfinningum; og í fjórða og síðasta lagi, skorti á færni til að stjórna tilfinningum. Til þess að meta tilfinningastjórn sem tengist kvíða (almennan kvíða, félagslegan kvíða, og aðskilnaðarkvíða) hjá börnum var saminn matskvarði með 105 atriðum sem voru flokkuð í fjóra kvarða. Atriði kvarðans beindust að hegðunareinkennum og gáfu til kynna eðlilega hegðun, líðan og færni á samfelldum kvarða. Matskvarðinn var lagður fyrir 198 mæður barna á aldrinum sex til tólf ára. Gert var ráð fyrir að kvarðar matskvarðans myndu mæla fjögur ferli í tilfinningastjórn í samræmi við EDM líkanið. Þar að auki að mæla margskonar tilfinningaástand og sameiginleg kjarnaeinkenni kvíða, eins og bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar, tilfinningaólæsi (alexthymia), kvíða, ótta, áhyggjur, feimni, tilfinningahömlur og tilfinningaköst. Meginásaþáttagreining (principal axes factor analysis) og samhliðagreining (parallel analysis) var gerð á þeim samtals 60 atriðum, sem stóðust viðmið í atriðagreiningunni um normaldreifingu. Niðurstöður gáfu til kynna þrjá þætti: Tilfinningastjórn, tilfinninganæmi og tilfinningaskilningur. Þættirnir þrír skýra 52,0% af heildardreifingu atriðinna. Inntak fyrsta þáttar vísar til færni til að stjórna eigin tilfinningum og hann er í samræmi við fjórða þátt EDM líkansins, fær því heitið Tilfinningastjórn. Annar þáttur vísar til tilfinninganæmis og tilfinningaviðbragða, sem tengjast þrálátum áhyggjum, ótta og kvíða, og hann er í samræmi við fyrsta og þriðja þátt EDM líkansins, og fær því heitið Tilfinninganæmi. Síðasti og þriðji þáttur vísar til tilfinningaskilnings og tilfinningaviðbragða, sem tengjast þrálátum kvíða og tilfinningaólæsis (alexithymia) vegna feimni og ótta í félagslegum samskiptum, hann er í samræmi við annan og þriðja þátt EDM líkansins og fær því heitið Tilfinningaskilningur. Fylgni milli þátta var almennt í meðallagi. Alfastuðull fyrir kvarðann í heild er 0,97: Tilfinningastjórn 0,96, Tilfinninganæmi 0,94 og Tilfinningaskilningur 0,93. Þáttabygging staðhæfinga var stöðug fyrir þættina þrjá og var þáttaskýring (communality) staðhæfinga yfir 50% í um helmingi atriðasafnsins. Niðurstöður þáttagreiningar voru að hluta til sambærilegar við fyrri rannsóknir á EDM líkaninu, þar sem þrír af fjórum þáttum líkansins komu fram. Þrátt fyrir aðrar niðurstöður um fjölda þátta er inntak þáttanna þriggja sambærilegt við fjóra þætti EDM líkansins. Þessar niðurstöður og niðurstöður annarra rannsókna á EDM líkaninu gefa vísbendingu um aðgreiningarhæfni þátta eitt og tvö (Tilfinningastjórn og Tilfinninganæmi) sem ættu að hafa bestu aðgreiningarhæfnina á milli almenns kvíða og félagslegs kvíða, en þáttur þrjú (Tilfinningaskilningur) síðri hæfni. Einnig ættu þættir eitt og tvö að hafa aðgreiningarhæfni til að greina á milli barna með eða án kvíða. Meginniðurstöður rannsóknar gefa þannig til kynna að frumsamdi matskvarðinn meti þrjú ferli tilfinningastjórnar sem tengjast kvíða og geti mögulega með frekari þróun greint á milli barna með eða án kvíða.

  • Útdráttur er á ensku

    Numerous studies indicate the practical value of assessing anxiety problems with factors related to emotion regulation, as it has proven valuable in better discrimination of anxiety and may improve the diagnosis of anxiety and its treatment. The goal of the study was to assess emotion regulation in children congruent with the Emotion dysregulation model (EDM) in anxiety. The model assumes four processes: first, heightened intensity of emotions; secondly, poor understanding of emotions; thirdly, negative reactivity to emotions and fourth, maladaptive management of emotions. In order to assess emotional regulation in children related to specific anxiety disorders (i.e. general anxiety, social anxiety and separation anxiety) a rating scale was constructed with 105 items that were categorized into four scales. The statements described children’s normal behavior, feelings and skills on a continuous scale. The rating scale was administered to 198 mothers of children aged six to twelve years. It was assumed that the rating scale and its scales would measure four processes in emotion regulation in congruence with the EDM model. In addition to measure various emotional state and common core symptoms in anxiety, as both positive and negative emotions, alexthymia, anxiety, fear, worries, shyness, emotional constraints and emotional burst. Principal axis factor analysis and parallel analysis was then conducted on the 60 items, that met the criteria of item analyzing and normal distribution. Results indicated three factors: emotion regulation, emotion sensitivity and emotion understanding. The three factors explained 52.0% of the total variation. Content of the first factor refers to children’s skills in managing their emotions and is in congruence with the fourth factor of the EDM model. Hence, it was named Emotion regulation. Another factor Emotion sensitivity, refers to emotion sensitivity and emotional responses related to chronic worry, fear and anxiety. It is in congruence with the first and third factors of the EDM model. The last and third factor refers to emotion understanding and emotional responses, that are related to chronic anxiety and alexithymia because of shyness and fear in social interactions. The factor is in congruence with the second and third factors of the EDM model and was named Emotion understanding. Correlation between factors was generally moderate. Alpha coefficient for the whole scale was .97, while emotion control .96, emotional sensitivity .94 and emotion understanding .93. The factor structure was stable for the three factors. The communality of items was over 50% in about half of the items. The results of factor analysis were partially comparable with previous studies on the EDM model, where three of the four factors of the model were observed. Despite other findings for the number of factors, the content of the three factors are comparable to the four factors of the EDM model. These results and the results of other studies on the EDM model indicate the discrimination ability of factors one and two (emotion regulation and emotion sensitivity). These two factors should have the best discrimination ability between general anxiety and social anxiety, but the third factor (emotion understanding) less discrimination ability. In addition, factors one and two should have the discriminatory ability to discriminate between children with or without anxiety. The primary results of the study indicate that the primary constructed rating scale assess three emotional processes that relate to anxiety and may possible with further development discriminate between children with and without anxiety.

Samþykkt: 
  • 27.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17227


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞróunMatskvarðaTilAðMetaTilfinningastjórnSemTengistKvíða-ÞorvaldurK-BS-ritgerð-2014.pdf600.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna