is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17256

Titill: 
  • Skorpulifur á Ísland. Nýgengi og orsakir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Inngangur: Eldri rannsóknir hafa sýnt að Ísland hefur lægsta nýgengi skorpulifrar á Vesturlöndum. Í aftursýnni rannsókn sem náði yfir tímabilið 1994-2003 var nýgengi á Íslandi 3,3/100.000 á ári. Áfengisneysla hefur aukist hér á landi úr 4,3 L per íbúa ˃15 ára árið 1980 í 7,5 lítra árið 2007. Tíðni offitu og sykursýki 2 hefur aukist mikið undanfarna áratugi. Í lok 9. áratugarins hófst lifrarbólgu C faraldur á Íslandi. Lifrarbólga C getur tekið 20 ár eða lengur að þróast í skorpulifur og því gæti áhrifa hennar verið farið að gæta hér á landi. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta áhrif þessara áhættuþátta á nýgengi skorpulifrar á Ísland.
    Efni og aðferðir: Rannsóknin var framsýn og náði til allra þeirra sem greindust með skorpulifur í 3 ár, frá mars 2010 til febrúar 2013. Sjúklingar voru greindir annað hvort með vefjasýni úr lifur eða með því að uppfylla tvö af eftirfarandi fjórum atriðum: myndgreiningarrannsóknir sem benda til skorpulifrar, vökvasöfnun í kvið, æðagúla í vélinda/maga eða hækkað INR, sem ekki skýrist af öðrum orsökum. Einnig var safnað ítarlegum upplýsingum um áhættuþætti, fylgikvilla og stig sjúkdóms.
    Niðurstöður: Alls greindust 99 sjúklingar, 67 karlar(68%). Miðgildi aldurs var 62 ár(IQR 50-70). Alls greindust 50/99 (51%) með vefjasýni. Meðalnýgengi á rannsóknartímabilinu var 10,3 tilfelli per 100.000 á ári. Áfengi eitt og sér var orsök í 31 tilfelli (31%), áfengi og lifrarbólga C saman í 18 (18%), fitulifrarsjúkdómur ekki vegna áfengis (e. non alcoholic fatty liver disease (NAFLD)) einn eða ásamt öðrum þáttum í 22(22%), lifrarbólga C ein eða ásamt öðrum en áfengi í 6 (6%) tilfellum, 16 (16%) tilfelli voru af öðrum orsökum og 6 (6%) höfðu óþekkta orsök. Í einu tilfelli var ónóg uppvinnsla til að segja til um orsök. Alls höfðu 24 (24%) lifrarbólgu C. Alls höfðu 46/99 (46%) áhættuþætti fyrir NAFLD (offita og/eða sykursýki og/eða háar blóðfitur). Hjá þeim með greininguna NAFLD eða óþekkt orsök voru 19/28 (68%) með þekkta áhættuþætti NAFLD en 27/71 (38%) hjá hinum sjúklingunum (p=0,0131). Alvarleiki sjúkdómsins var mældur með Child Pugh gildi og skiptist: A=56, B=30 og C=13. Miðgildi MELD gilda var 10,3 (IQR 7-15). Af fylgikvillum höfðu 53(54%) enga, 37(37%) vökvasöfnun í kvið, 13(13%) lifrarheilakvilla, 9(9%) blæðingar frá æðagúlum og 7(7%) höfðu lifrarfrumukrabbamein. Aðrir voru sjaldgæfari.
    Ályktanir: Nýgengi skorpulifrar hefur margfaldast hér á landi á undanförnum 10 árum. Aukning í áfengisneyslu og offitu ásamt lifrarbólgu C faraldri eiga líklega öll sinn þátt í auknu nýgengi.

Samþykkt: 
  • 30.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
RitgerðSigurjonaðal3.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna