is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17263

Titill: 
  • Skattaleg álitaefni tengd gagnaverum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gagnaver er rísandi iðnaður og verja upplýsingafyrirtæki miklum fjármunum í uppbyggingu öflugra gagnavera til þess að geta haldið í við hinn hraða vöxt viðskipta. Eitt helsta álitaefni alþjóðlegrar skattlagningar nú til dags snertir starfsemi gagnavera sem segja má að sé starfsemi sem er tiltölulega ný af nálinni. Sú þjónusta sem gagnaver bjóða viðskiptavinum sínum upp á er rafræn og getur verið ansi flókin í skattalegu samhengi. Íslensk stjórnvöld hafa verið þeirrar skoðunar að aðstæður á Íslandi séu ákjósanlegar fyrir uppbyggingu gagnavera og að iðnaðurinn falli vel að framtíðarmarkmiðum landsins. Ýmsar hindranir hafa hins vegar orðið á vegi stjórnvalda á sviði skattaréttar sem telja má að sé einn liður í því að uppbygging gagnaversiðnaðar hérlendis hafi ekki gengi jafn hratt og vonast var eftir.
    Í þessari ritgerð verður gerður samanburður á virðisaukaskattslöggjöf í tengslum við starfsemi gagnavera á Íslandi annars vegar og í aðildarríkjum Evrópusambandsins hins vegar. Enn fremur verður greint frá öðrum skattalegum álitaefnum í tengslum við umræðuefnið og þá sérstaklega hugtakinu "föst atvinnustöð" í alþjóðlegum skattarétti.
    Í því ljósi verður farið yfir þær lagabreytingar á Íslandi sem gerðar hafa verið á sviði virðisaukaskatts í tengslum við gagnaver. Einnig verður rakið hvaða ráðstafanir voru taldar fela í sér ríkisaðstoð samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA. Fjallað verður um alþjóðlegar leiðbeiningar sem innihalda tillögur um hvernig ríki eigi að haga virðisaukaskattlagningu á rafrænni þjónustu í milliríkjaviðskiptum frá Efnahags- og framfarastofnun OECD. Enn fremur verður fjallað um tilskipun Evrópusambandsins nr. 112/2006, um virðisaukaskatt, með tilliti til rafrænnar þjónustu og greint verður frá skattlagningarkerfi Evrópusambandsins á sviði virðisaukaskatts. Loks verður hugtakið "föst atvinnustöð" skilgreint samkvæmt athugasemdum samningsfyrirmyndar Efnahags- og framfarastofnunar OECD með tilliti til þess hvort starfsemi netþjóna geti stofnað til fastrar atvinnustöðvar og þannig orðið grundvöllur ríkja til takmarkaðrar skattlagningar.

  • Útdráttur er á ensku

    Data centres are quickly evolving into a booming industry and IT companies are investing heavily in the creation of powerful data centres to withhold their competitive position on the market. One of the major matters regarding international taxation has to do with the operation of data centres, which are a relatively new phenomenon. The service provided to customers by data centres is electronically supplied which has raised some difficulties in international taxation. The government of Iceland believes that Iceland provides the optimal conditions as an attractive location for data centres. Furthermore, they believe that this industry aligns perfectly with Iceland‘s long term goals. However, the absence of a clear and fair tax regime has been disincentive to investment.
    This paper will compare the VAT legislation on electronically supplied services in Iceland to the legislation in the European Union. Also, the paper discusses whether electronic commerce can result in a "permanent establishment" according to article 5 of the OECD Model Tax Convention.
    In this context, amendments to the Icelandic VAT legislation in association with data centres will be analysed. Also, the Decisions by the EFTA Surveillance Authority with regard to State Aid rules under the EEA Agreement will be reviewed. International taxation and electronic commerce will be examined in connection with the Ottawa Conference and the OECD International VAT/GST Guidelines. In addition, the Council Directive of the European Union no. 2006/112/EC on the Common System of Value Added Tax with regard to electronically supplied services will be discussed, along with the Special scheme for electronically supplied services. Finally, the concept "permanent establishment" will be defined according to the commentary on article 5 of the OECD Model Tax Convention as to whether the mere use in electronic operation of computer equipment in a country could constitute a "permanent establishment".

Samþykkt: 
  • 30.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17263


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skattarettur_Valavalthors.pdf644.59 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna