is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17266

Titill: 
  • Að hvaða marki eru sértækar aðgerðir lögmætar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er skrifuð með það að markmiði að kanna að hvaða marki sértækar aðgerðir eru lögmætar og hvort beiting þeirra á Íslandi feli í einhverjum tilvikum í sér brot á jafnræðisreglunni.
    Í upphafi er farið yfir helstu hugtök er varða beitingu sértækra aðgerða. Jafnræðisreglan er meðal annars kynnt og gerð grein mismunandi afbrigðum hennar auk þess sem sértækar aðgerðir eru skilgreindar. Uppruni sértækra aðgerða verður rakinn til Bandaríkjanna auk þess sem nokkrir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna um málefnið verða reifaðir. Markmið þeirrar umfjöllunar er að veita innsýn í uppruna sértækra aðgerða og gera grein fyrir helstu réttlætingum aðgerðanna og þeirri þróun sem hefur átt sér stað frá því að sértækar aðgerðir voru fyrst heimilaðar um miðja síðustu öld. Vegna fordæmisgildis Evrópudómstólsins að íslenskum rétti verða helstu dómar dóstólsins er varða sértækar aðgerðir reifaðir. Áhersla verður lögð á lögmætismörk aðgerðanna og þau skilyrði sem dómstóllinn hefur sett fyrir beitingu þeirra með tilliti til meginreglunnar um jafnrétti.
    Þá verður gerð grein fyrir forgangsáhrifum EES-réttar að íslenskum og kannað hvort ýmsar af þeim sértæku aðgerðum sem beitt hefur verið á Íslandi standist skilyrðin sem Evrópudómstóllinn hefur mótað með fordæmum sínum. Kannað verður hvort íslensk stjórnvöld hafi í einhverjum tilvikum gengið lengra en Evrópudómstóllinn hefur hingað til talið heimilt. Þá verða dómar Hæstaréttar og þær meginreglur, sem hann hefur mótað um forgangsáhrif jafnréttislaganna jafnframt skoðaðir með tilliti til þess hvort þeir standist Evrópulöggjöf.
    Að lokum verður fjallað um að svo virðist sem tvær stefnur gildi um beitingu sértækra aðgerða. Annars vegar sú stefna að einungis megi beita sértækum aðgerðum þegar þær eru til þess fallnar að jafna tækifæri manna í sérhverju tilviki, því annað feli í sér brot á jafnræðisreglunni og hins vegar sú stefna að nauðsynlegt sé í einhverjum tilvikum og víkja frá jafnræðisreglunni fyrir hagsmuni heildarinnar.
    Abstact:
    This paper is written with the aim of exploring to which extent affirmative/positive action are legitimate and whether their application in Iceland sometimes breach the principle of equality. Initially, the main terms, most important for the application of affirmative/positive action are addressed.
    The principle of equality is introduced and its different variations are explained, and actions catagorized as affirmative/positive actions are defined. The origins of affirmative action will be traced to the U.S. and therefore several judgments of the U.S. Supreme Court of on the issue will be discussed. The aim of the discussion is to provide some insight into the origin and the justification of the measures, and the development that has taken place since affirmative/positive action was first authorized. Because of it‘s presidency in Iceland, several ECJ judgments about positive action will be discussed, with particular emphasis on their legality and conditions set by the Court for their application.
    The priority effects of EEA law in Iceland will be examined before investigating whether some of the positive actions that have been applied in Iceland fail to meet the formulated rules set by the ECJ. It will also be evaluated whether the Icelandic government has in a some cases violated the ECJ case law. The judgments of the Icelandic Supreme Court and the principles which it has formed on gender priority, will be examined in terms of whether it meets the criteria set by the ECJ.
    Finally, the two dominant trends regarding the application of affirmative/positive action will be examined. First the beliefs of those who argue that it is only valid to use affirmative/positive action if it supports equal opportunities at the same time. Secondly, those who consider it, in some cases, necessary and also to deviate from the principle of equality in the interests of the majority.

Samþykkt: 
  • 30.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-Ritgerð Guðmundur Martinsson.pdf583.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna