is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17277

Titill: 
  • Þróun á nýju mælitæki til að meta athyglisbrest og ofvirkni á samfelldum kvarða
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Mikill kostnaður fylgir ADHD, bæði fyrir mennta-, félags-, og heilbrigðiskerfið og einnig fyrir fjölskyldur. Börn með ADHD eru líklegri en önnur börn til að eiga í samskiptaerfiðleikum við jafnaldra og fjölskyldu, námserfiðleikum, hegðunarvandamálum, ýgi, kvíða, þunglyndi og fíkniefnavandamálum. Um nokkurt skeið hefur talsvert verið um það fjallað á fræðilegum vettvangi hvort hægt sé að byggja greiningu geðraskana hjá börnum á víddum. Þá færist athyglin frá flokkum geðraskana yfir í að skoða staðsetningu barns á samfellu og klínískri merkingu þess.
    Hömlun hegðunar og sjálfsagi eru mannlegir eiginleikar sem vinna saman og skarast. Barkley tók saman gögn úr þroskasálfræði, taugasálfræði og taugafræði til að mynda kenningu um ADHD sem tengdi röskunina við vandamál í þróun stýrifærni. Truflanir í stýrifærni valda vangetu barns með ADHD til að hemja og fresta viðbrögðum. Staðhæfingar Barkley's um að hömlun viðbragða skipti meginmáli í vanda barna með ADHD benda til þess að góð mæling á hegðunarstjórn sé nauðsynleg. Flestir listar sem notaðir eru til skimunar á Íslandi eru einkennamiðaðir og spyrja um frávik í hegðun. Markmið þessarar rannsóknar var athugun á frumsömdum atferlislista með staðhæfingum sem lýsa eðlilegri athygli og hegðun. Próffræðilegir eiginleikar listans voru skoðaðir í tveimur gagnasöfnum, fyrst með leitandi þáttagreiningu (N=188) og síðan með staðfestandi þáttagreiningu (N=315). Skoðuð var þáttabygging, þáttaskýring, fylgni og áreiðanleiki. Til að athuga samleitni- og sundurgreinandi réttmæti var skoðuð fylgni þátta frumsamda listans við þætti Ofvirknikvarðans (Attention-deficit Hyperactivity Disorder Rating Scale IV; ADHD Rating Scale) og þætti í atferlislista um styrk og vanda barna (Strengths and difficulties Questionaire; SDQ).
    Leitandi þáttagreining gaf vísbendingar um tvo þætti, hugræna stjórn og hegðunarstjórn, en einnig að hægt væri að skipta hegðunarþættinum í tvo undirþætti, yrta og óyrta hegðun. Þættirnir tveir skýrðu um 65,2% af heildardreifingu atriðanna, alfastuðull þátta var á bilinu 0,95 til 0,97 og fylgni atriða innan þáttar á bilinu 0,43 til 0,86.
    Staðfestandi þáttagreining benti til að tveggja þátta líkan væri besta niðurstaðan. Alfastuðull fyrir þáttinn hugræn stjórn var 0,95 og alfastuðull fyrir þáttinn hegðunarstjórn var 0,96. Alfastuðull fyrir listann í heild er 0,97. Fylgni á milli atriða innan þáttanna var á bilinu 0,37 til 0,83. Samleitni- og sundurgreinandi réttmæti var gott. Frumsamdi listinn hafði háa neikvæða fylgni við þátt ofvirkni á SDQ sem og háa neikvæða fylgni við þættina tvo á Ofvirknikvarðanum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hægt sé að meta hugsmíðar sem liggja til grundvallar athyglisbresti og ofvirkni á samfelldum matslista. Með nýjum frumsömdum lista er því hugsanlegt að hægt sé að greina mismunandi alvarleika ofvirkni og athyglisbrests hjá börnum. Jafnframt er hugsanlegt að frumsamdi listinn geti gagnast í rannsóknum á undanfara ofvirkni og athyglisbrests hjá börnum mun fyrr en afgerandi einkenni koma fram um ofvirkni og athyglisbrest.

  • Útdráttur er á ensku

    ADHD is a disorder that is very expensive for the educational-, social-, and healthsystems. Children with ADHD are more likely to have communication problems, both with their peers and their family, learning difficulties, behavior problems, aggression, anxiety, depression and drug problems. Lately there has been much discussion academically about the possibility of dimensional diagnosis of child disorders. That moves the focus from categorical diagnosis of disorders to identifying the child on a dimension and the clinical meaning of that location.
    Behavioral inhibition and self-control are human abilities that are overlapping and interacting. Charles Barkley gathered data from developmental psychology, neuropsychology and neurology and formed a theory of ADHD, connecting the disorder to problems in the development of executive functions. Problems in executive functions cause an inability for a child with ADHD to inhibit and delay responses. The assertions of Barkley that response inhibition plays a leading role in the problems of children with ADHD indicate that a good measure of behavioral control is needed. Most behavioral lists that are used in Iceland are symptom based and measure behavior anomalies.
    The objective of this study is the examination of an original behavioral list with statements that describe normal attention and behaviour. Psychometric properties of the list are analysed with two data collections, first with exploratory factor analysis (N=188) and then with confirmatory factor analysis (N=315). Factor matrix, communalities, correlation and reliability were analysed. Convergent- and divergent validity was checked by measuring correlation between the original list and two other behavioral lists, Attention-deficit Hyperactivity Disorder Rating Scale (ADHD-RS) and Strengths and difficulties Questionaire (SDQ).
    Exploratory factor analysis indicated that the original list contained two factors, cognitive control and behavior control, and possibly splitting the behavioral factor into two subscales, verbal and nonverbal behavior. The tvo factors, cognitive control and behavior control, explained 65.2% of total variance, the alpha coefficient of the factors was from 0.95 to 0.97 and inter-item correlations were from 0.43 to 0.86.
    Confirmatory factor analysis indicated a two factor solution, cognitive control and behavior control. The alpha coefficient of the factors was from 0.96 to 0.97. The alpha coefficient for the whole list was 0.97. Inter-item correlations were from 0.37 to 0.83. Convergent- and divergent validity was good. The original list had high negative correlation with both the hyperactive factor in SDQ and the two factors on ADHD-RS.
    The results of this research indicate that it's possible to measure constructs that describe ADHD with a dimensional scale. With this new original list it's possible to diagnose differential severity of ADHD in children. The original list could also be used in research into the precursor of ADHD in children long before diagnosable symptoms appear.

Samþykkt: 
  • 31.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17277


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.Sveinbjörn.Yngvi.Gestsson.2014.pdf2.09 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna