is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1729

Titill: 
  • Þróun aðferðar til mælinga PCB efna í fiski með ASE útdrætti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um aðferðir til mælinga PCB-efna í sjávarfangi.
    Markmið verkefnisins var að þróa aðferð til útdráttar PCB-efna úr fiski með
    ASE (Accelerated Solvent Extraction) og greina þau síðan á gasgreini með
    ECD nema. Hjá Rannsóknastofu fiskiðnaðarins, nú Matís hafði áður verið
    þróuð aðferð til að greina PCB efni þar sem notuð var Soxhlet aðferð við
    útdrátt efnanna. Niðurstöður nýju aðferðarinnar voru síðan bornar saman við
    þá eldri. Í upphafi voru gerðar breytingar á gasgreininum sem einfölduðu
    greininguna og bættu greiningarmörk tækisins.
    ASE er tækjabúnaður sem hannaður er með það fyrir augum að stytta
    og einfalda útdrátt PCB efnanna úr fiskinum, ásamt því að einfalda hreinsun
    þeirra. Prófaðar voru nokkrar aðferðir til útdráttar á ASE tækinu og gerður
    Soxhlet útdráttur til samanburðar, að hreinsun lokinni voru síðan bendi
    PCB-efnin mæld með gasgreini.
    Niðurstaða verkefnisins er sú að útdráttur PCB-efna með ASE er að
    gefa jafngóðar niðurstöður og útdráttur með Soxhlet. Nauðsynlegt er þó að
    halda áfram í aðferðaþróuninni því henni er ekki lokið með þessu verkefni.
    Niðurstöður lofa góðu um að hægt verði að þróa aðferð með þessum
    tækjabúnaði með það fyrir augum að fá á hana faggildingu.

Samþykkt: 
  • 22.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1729


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PCB efni í fiski lokaútgáfa.pdf1.82 MBOpinnÞróun aðferðar til mælinga PCB efna í fiski með ASE útdrætti - heildPDFSkoða/Opna