is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17346

Titill: 
  • Árangursrík eftirfylgd einstaklinga með tvígreiningu. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samsláttur geðsjúkdóma og fíknisjúkdóma er heilbrigðisvandamál sem á sér stað í það miklum mæli að ekki er hægt að líta svo á að um tilviljun sé að ræða. Meðferð tvígreindra einstaklinga er flókin sökum skorts á innsæi og/eða vegna tregðu þeirra til að viðurkenna vanda sinn og leita sér aðstoðar.Vandamál þeirra eru oft á mörgum sviðum og er því þörf á að sinna meðferð þeirra með þverfaglega nálgun að leiðarljósi. Stefnuföst vettvangsteymi (assertive community treatment, ACT) sinna einstaklingum þar sem vandamálin koma upp og styðja þá í að verða aftur virkir í samfélaginu og nýta sér þá þjónustu sem þeim stendur til boða. Miðað við þann fjölda einstaklinga sem eiga við fíknisjúkdóm auk geðsjúkdóms að stríða og þau vandamál sem koma upp í tengslum við samslátt slíkra sjúkdóma er brýn nauðsyn á þverfaglegri teymisvinnu sem á sér stað utan stofnanna, eða þar sem vandamálin koma upp.
    Lykilorð: Geðrænar raskanir, vímuefnamisnotkun, samsláttur, tvígreining, samfélagsmiðuð þjónusta, eftirfylgd, útkoma.

  • Útdráttur er á ensku

    The co-morbidity of psychological problems and addiction is a major health care problem and occurs so often that it cannot be considered a coincidence. The treatment of dually diagnosed individuals is often very complicated because of their lack of intuition and/or the unwillingness of patients to admit that they have a problem. The problems that individuals suffering from both substance abuse and psychiatric disabilities are often related to more than one area of concern and therefore it is essential that their treatment is interdisciplinary. Assertive community teams help individuals in the environment that the problem arises and aid them in the process of becoming an effective member of society again and to utilize the support to which they are entitled. Based on the large number of individuals that suffer from psychiatric disabilities and substance abuse disorder, and the complications that arise from this kind of co-morbidity, there is an urgent need for interdisciplinary teamwork outside of the institutional setting, where the probems are arising.
    Keywords: Psychiatric disabilities, substance abuse disorder, co-morbidity, dual diagnosis, assertive community treatment, outpatient care, outcome.

Samþykkt: 
  • 12.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17346


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf477.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna