is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1737

Titill: 
  • Samsetning bakteríuflóru lirfa á fyrstu stigum þorskeldis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í verkefninu var heildarflóra baktería í þorsklirfum og fóðurdýrum þeirra rannsökuð með PCR-DGGE aðferð (Denaturing gradient gel electrophoresis) en algengt er að nota þessa aðferð til að greina fjölbreytileika bakteríuflóru í umhverfissýnum. Einnig var rannsakað mynstur heildarflóru baktería í fóðurdýrum sem meðhöndluð voru með lífvirku efni (ufsapeptíðum) svo og í þorsklirfum sem fóðraðar voru með meðhöndluðum fóðurdýrum. Lirfurnar voru fóðraðar á meðhöndluðum fóðurdýrum ýmist daglega eða tvisvar á dag þrjá daga í viku og til samanburðar var fóðrað með ómeðhöndluðum fóðurdýrum. Í lok tilraunatímans var reiknuð afkoma lirfa úr hverju keri og útlitsgallar skoðaðir. Tilraunir voru settar upp í Tilraunaeldisstöð Hafrannsóknunarstofnunar á Stað í Grindavík en greining á samsetningu bakteríuflóru var unnin af nemanda á rannsóknastofum Háskólans á Akureyri.
    Niðurstöður sýna að miklar breytingar verða á samsetningu heildarflóru baktería í þorsklirfum fyrstu vikurnar eftir klak. Samsetning og fjölbreytileiki bakteríuflóru var einnig breytilegur í lirfum úr mismunandi eldiseiningum sömu meðferða. Illa gekk að greina mynstur bakteríflóru í sýnum af fóðurdýrum. Samsetning bakteríuflóru lirfa í fjórum afkomuhæstu kerjunum var mjög svipuð á síðasta sýnatökudegi, 42 dögum eftir klak, og um leið ólík bakteríuflóru lirfa úr öðrum kerjum. Best var afkoma lirfa í keri þar sem lirfur voru fóðraðar tvisvar á dag með meðhöndluðum fóðurdýrum, eða 19,8% lifun samanborið við 13,0% meðaltalslifun í öllum tilraunakerjum á tímabilinu. Engir útlitsgallar greindust í lirfum í úrtaki úr þessu keri en mun minna var um útlitsgalla hjá lirfum sem fengu meðhöndlun með ufsapeptíðum samanborið við lirfur úr kontrólkerjum.
    Af niðurstöðum má því hugsanlega draga þá ályktun að samsetning bakteríuflóru lirfa úr fjórum afkomuhæstu kerjunum sé æskileg fyrir þorsklirfur á fyrstu stigum eldisins. Einnig má draga þá ályktun að meðhöndlun með ufsapeptíðum hafi jákvæð áhrif á þorsklirfur og geti hugsanlega skilað hraðari vexti, bættri afkomu og gæðum lirfa.

Styrktaraðili: 
  • Hafrannsóknarstofnun, Matís ohf.
Samþykkt: 
  • 22.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1737


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samsetning bakteríuflóru á fyrstu stigum þorskeldis.pdf922.65 kBOpinnSamsetning bakteríuflóru lirfa á fyrstu stigum þorskeldis-heildPDFSkoða/Opna