is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1740

Titill: 
  • Framleiðsla etanóls úr pappír og grasi með hitakærum bakteríum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lífetanól er endurnýjanlegt eldsneyti sem hægt er að nota í stað hefðbundins jarðefnaeldsneytis, að minnsta kosti að hluta til. Stærstu framleiðendurnir eru Bandaríkin og Brasilía sem framleiða fyrstu kynslóðar etanól úr einföldum lífmassa, svo sem maís og sykurrey. Sú framleiðsla hefur leitt af sér hækkandi markaðsverð á matvælum og fóðri og hefur því skapast mikil þörf fyrir annarskonar hráefni til framleiðslunnar. Menn hafa því beint sjónum sínum að nota flókinn lífmassa sem fellur til sem ýmsar leifar og úrgangur m.a. í landbúnaðarvinnslu til þess að framleiða annarrar kynslóðar etanól. Til þess að það sé hagkvæmt skortir heppilegar örverur og ensím sem geta brotið niður fjölliður flókins lífmassa.
    Markmið þessa verkefnis var að athuga hvort hitakærar bakteríur geti framleitt etanól úr flóknum lífmassa sem fellur til sem úrgangur á Íslandi. Í upphafi voru valdir fjórir stofnar í fortilraun verkefnisins. Þeim var sáð á mismunandi sykrur sem eru til staðar í flóknum lífmassa. Valinn var einn stofn (stofn 55) af ættkvíslinni Thermoanaerobacter sem var notaður í aðaltilraun verkefnisins. Framkvæmd var vaxtartilraun til þess að kanna vöxt, niðurbrot og framleiðslu gerjunarafurða hjá stofni 55, á bæði hreinum glúkósa og xylósa, en sú síðarnefnda en ein mikilvægasta sykran í hemisellulósa. Í aðaltilraun voru útbúin hýdrólýsöt úr bæði grasi og hreinum sellulósa-pappír. Hráefnið var formeðhöndlað með þynntri brennisteinssýru og hitun fyrir ensímmeðhöndlun. Eftir það voru hýdrólýsöt sett í mismunandi styrk í æti og stofninum sáð í það. Ræktað var í eina viku og ljósgleypni, vetni, etanól og fitusýrur mælt bæði í upphafi og í lok ræktunartímans.
    Niðurstöður leiddu í ljós að við formeðhöndlun á pappír skiptir hitunartími meira máli en styrkur sýru en því er öfugt háttað með gras. Gerjunarafurðir stofnsins eru etanól, ediksýra, vetni og koltvísýringur. Mest etanólframleiðsla var í flestum tilfellum úr ræktunarflöskum með 30% hýdrólýsati í en mesti styrkur etanóls reyndist vera úr 30% gras-hýdrólýsati (1,5% H2SO4 og 90 mín hitun) eða 29,7 mM.

Styrktaraðili: 
  • Mannvit hf.
Samþykkt: 
  • 22.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1740


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_maney_skemma.pdf2.49 MBOpinnPDFSkoða/Opna