is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17444

Titill: 
  • Uppeldisaðferðir foreldra í tengslum við árásargirni og afbrotahegðun unglinga : langtímarannsókn
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvort uppeldisaðferðir foreldra, viðurkenning, stuðningur og eftirlit þeirra með hegðun unglinga við 14 ára aldur tengist árásargirni unglinga og afbrotahegðun við 14, 15 og 17 ára aldur. Rannsóknargögnin eru úr langtímarannsókninni „Áhættuhegðun ungs fólks“, sem Sigrún Aðalbjarnardóttir stendur að. Í þessum hluta rannsóknarinnar voru spurningalistar lagðir fyrir alla reykvíska unglinga sem skráðir voru í 9. bekk vorið 1994. Unglingunum var fylgt eftir ári síðar þegar þeir voru í 10. bekk (janúar 1995) og aftur haustið 1996 (október og nóvember) þegar þeir voru á öðru ári í framhaldsskóla.
    Niðurstöður voru þær að uppeldisaðferðirnar þrjár tengjast minni árásargirni unglinganna við 14, 15 og 17 ára aldur: eftir því sem ungmennin upplifðu meiri viðurkenningu, stuðning og eftirlit foreldra sinna við 14 ára aldur þeim mun líklegri voru þau til að sýna minni árásargirni við 14, 15 og 17 ára aldur. En þó virðast viðurkenning og stuðningur foreldra við 14 ára aldur skipta meira máli en eftirlit foreldra með hegðun unglinganna á það hvort þeir sýni minni árásargirni við 14 og 17 ára aldur. Einnig tengdust uppeldisaðferðirnar þrjár minni afbrotahegðun unglinganna við 14, 15 og 17 ára aldur: eftir því sem ungmennin upplifðu meiri stuðning, viðurkenningu og eftirlit foreldra sinna við 14 ára aldur þeim mun líklegri voru þau til að sýna minni afbrotahegðun við 14, 15 og 17 ára aldur. Sérstaklega athyglisvert var að sjá að viðurkenning foreldra við 14 ára aldur hafði sterk tengsl við minni afbrotahegðun unglinganna við 14, 15 og 17 ára aldur og héldust tengslin sterk þó tillit væri tekið til hinna uppeldisaðferðanna. Piltar reyndust sýna meiri árásargirni og afbrotahegðun en stúlkur en ekki kom fram munur á þessum andfélagslegu hegðunum eftir starfsstétt foreldra.

Samþykkt: 
  • 10.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17444


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð_alma_audunardottir.pdf935.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna