is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17454

Titill: 
  • Íslenskunám leikskólabarna með annað móðurmál : rýnt í aðferðir og áherslur r í leikskólastarfi
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni rannsóknarinnar er að kanna ólíkar nálganir og aðferðir í íslensku málörvunarstarfi fyrir tvítyngd leikskólabörn. Rannsóknin byggir á niðurstöðum fjölda innlendra og erlendra rannsókna sem sýna fram á að tvítyngd börn standa höllum fæti hvað varðar orðaforða, málskilning og máltjáningu þegar leikskólanámi lýkur. Sex hálfopin viðtöl voru tekin við sérkennslustjóra og skólastjóra þriggja leikskóla í Reykjavík. Einnig voru upplýsingar af heimasíðum leikskólanna notaðar til greiningar. Um eigindlega tilviksrannsókn er að ræða.
    Niðurstöður benda til þess að málörvunarstarf í leikskólum sé aðallega kennslumiðað en á öllum stöðum var reynt að láta aukalega tungumálakennslu fara fram í daglegu deildarstarfi. Viðmælendur lögðu mikla áherslu á að leggja inn fjölbreyttan orðaforða á margvíslegan hátt til að auðga málfærni barnanna. Það vakti sérstaklega athygli að sérkennslustjórarnir höfðu umsjón með hópi tvítyngdra barna í sínum skóla í öllum tilfellum sem kynnt eru í rannsókninni. Allir viðmælendur voru sammála um að nauðsynlegt væri að efla íslenska málfærni tvítyngdra barna. Engu að síður töldu þeir ekki að tvítyngi eitt og sér væri ástæða fyrir sérkennsluúrræði í hefðbundnum skilningi. Áherslurnar í málörvunarstarfi leikskólanna voru svipaðar en aðferðirnar ólíkar. Í leikskólanum með hæsta hlutfall erlendra barna var t.d. reynt að skapa námsumhverfi sem stuðlar aðallega að vellíðan barna til að auðvelda tungumálanámið. Í öðrum leikskóla fylgdu heimagerðar samskiptamöppur barninu heim og í skólann til að örva orðaforða á báðum tungumálum. Einnig var kannað hvernig leikskólarnir mátu stöðu barna í íslensku en sú þekking skiptir sköpum til að sérsníða nám eftir þörfum einstaklingsins. Í tveimur skólum var geta barna markvisst könnuð, en í þriðja skólanum fór matið fram á óformlegan hátt. Leikskólarnir vinna eftir ólíkum stefnum í málefnum tvítyngdra barna, en í rannsókninni er lögð megináhersla á að skoða þær aðferðir sem viðhafðar eru í hverjum skóla, án þess þó að bera þær endilega saman. Það er almennt samþykkt sjónarmið að fjölbreytt og markvisst tungumálaílag á yngri árum getur seinna haft langtímaáhrif á velgengni í lestrarnámi. Þar að auki má lesa úr niðurstöðunum að sameiginleg matsaðferð til að kanna stöðu barna í íslensku myndi auðvelda mótun námsskipulags fyrir starfsfólk leikskóla. Að lokum væri með því hægt að skapa viðmið og auka fræðilega þekkingu á því ferli sem börnin fara í gegnum þegar þau tileinka sér íslensku sem annað mál.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this study was to investigate approaches and methods used to
    increase young preschool children‘s proficiency in Icelandic. The study
    builds on results from research conducted both in Iceland and abroad
    showing that compared to monolingual Icelandic-speaking children,
    bilingual children learning Icelandic as a second language have a clear
    disadvantage, both in the Icelandic language and in literacy once they start
    formal education. Studies have further shown that the gap between the
    two groups is likely to widen during the elementary and middle school
    years, as a result of increasing demands on reading comprehension. In this
    qualitative study, six semi-structured interviews were conducted with the
    principal and the special education teacher in three preschools in Reykjavik.
    In addition, information on school policy and practices available on the
    preschool websites was examined.
    Results show that language development for bilingual children happens
    mostly in scheduled instruction in these three preschools. Nevertheless, all
    the preschools tried to make this supporting instruction part of their daily
    routine within the regular group activities. All participants emphasized the
    importance of teaching multidimensional and differentiated vocabulary to
    extend Icelandic language skills. The special education teacher in all three
    schools was in charge of organizing the language training sessions and took
    care of most matters that involved bilingual children attending each
    preschool. Nevertheless, none of the participants believed that bilingualism
    and language learning should fall under special education, a view that
    seemed to contradict their school organisation.
    Methods used for language development were different among the
    three schools. For example, the school with the highest percentage of
    bilingual children aimed at creating an encouraging language learning
    environment during free play time whereas another school encouraged the
    learning of Icelandic through „communication books“ for the children.
    Another aim of this study was to investigate the ways in which Icelandic
    language proficiency was assessed in bilingual children. Knowledge of
    language skills is important for adjusting language instruction to the
    individual needs of bilingual children. Two of the three preschools used
    systematic assessment methods while the third used informal observation
    of children´s language development throughout daily routine. The
    participants in the study followed the belief that language instruction must
    be purposeful and aim at preparing children for future participation in
    Icelandic school learning. Furthermore, the study results suggest that a
    common method for assessing children’s Icelandic skills might help
    preschools to create and organize an instructional framework for the
    language development of bilingual children and learning Icelandic as a
    second language.

Samþykkt: 
  • 13.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17454


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
JulianeWilke_lokaskil.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna