is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17465

Titill: 
  • Þróun og áhrif tónlistarmenntunar á tónlistarlíf á Norðfirði
  • Titill er á ensku Developments in music education in Norðfjörður and the impact on musical life in the community
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna þróun og áhrif tónlistarmenntunar á tónlistarlíf á Norðfirði og um leið meta mikilvægi þeirrar tónlistarstarfsemi sem þar hefur verið starfrækt fyrir samfélagið; einnig að skoða hvaða áhrif samfélagsgerðin þar hefur haft á tónlistarlífi staðarins allt frá byrjun 20. aldar en þá fór tónlistarlíf að glæðast töluvert á Norðfirði og óx eftir því sem á leið öldina. Fyrir rúmri hálfri öld síðan var þar svo stofnaður einn af fyrstu tónlistarskólum landsins sem hefur allar götur síðan séð Norðfirðingum fyrir tónlistarmenntun.
    Rannsóknin er með eigindlegu rannsóknarsniði og byggir annars vegar á þeim rannsóknum/skrifum sem til eru um tónlistarstarfsemi á Norðfirði og hins vegar á tíu einstaklingsviðtölum sem meðal annars höfðu það markmið að draga fram upplifun og viðhorf viðmælenda á viðfangsefni rannsóknarinnar. Viðmælendur voru valdir af rannsakanda og því er hér um markmiðsúrtak að ræða þar sem rannsakandi velur úrtak sem hæfir hans rannsóknarmarkmiðum.
    Það má segja að meginniðurstöður rannsóknarinnar séu að tónlistarmenntun hafi haft veruleg áhrif á uppbyggingu tónlistarlífs á Norðfirði en fyrstu alvöru skrefin í almennri tónlistarfræðslu voru stigin með stofnum Tónlistarskóla Neskaupstaðar árið 1956 og jafnframt hafi framlag Lúðrasveitar Neskaupstaðar til tónlistarmenntunar verið mikilvægt. Einnig virðist sem jákvætt viðhorf hafi ríkt í samfélaginu til þeirrar tónlistarmenntunar sem í boði hefur verið á Norðfirði. Þar hafi fjölbreytni verið ríkjandi í kennsluháttum og reyndar almennt í tónlistarlífi staðarins. Eins hafi þar starfað fjölhæfir og áhugasamir kennarar sem hafi smitað út frá sér og verið sterkar fyrirmyndir fyrir yngri tónlistariðkendur. Hefur það ekki síst átt við um rytmiska tónlist en töluverð hefð hefur skapast fyrir þeirri tónlist á Norðfirði og hún verið rúmfrek í tónlistarlífinu á staðnum, jafnvel á kostnað klassískrar tónlistar að sumra mati.
    Fram kemur að ekki sé sjálfgefið að öflugt tónlistarstarf þrífist og að Tónskóli Neskaupstaðar nái að sinna fjölbreyttu og skapandi starfi fyrir komandi tónlistariðkendur, hvort sem er í leik eða starfi. Mikilvægt sé því að hlúa að starfsemi hans svo hann megi rækja þetta hlutverk sitt en skólinn er að margra mati forsenda þess að kröftugt tónlistarlíf geti blómstrað á Norðfirði.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð 29. jan. 2014.pdf739.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna