is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17471

Titill: 
  • Hugtakið meðábyrgð : hvernær leiðir gáleysi tjónþola til bótaskerðingar?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður bótagrundvöllur meðábyrgðar tjónþola skoðaður og fjallað verður um á hvaða grundvelli skaðabótaábyrgð vegna meðábyrgðar tjónþola er ákvörðuð. Farið verður yfir sakarregluna og hún skilgreind ásamt því að hugtök tengd henni verða skýrð nánar. Einnig verður farið yfir sakarlíkindaregluna, vinnuveitandaábyrgð og hlutlæga ábyrgð þar sem þessar reglur tengjast viðfangsefninu á einn eða annan hátt. Ef grundvöllur er fyrir bótakröfu tjónþola getur meðábyrgð hans valdið skerðingar skaðabóta að hluta eða að öllu leyti, sé hann sjálfur meðábyrgur vegna stórkostlegs gáleysis eða ásetnings.
    Sérstaklega verður gerð grein fyrir hugtakinu meðábyrgð tjónþola, fjallað verður um réttaráhrif og sögulega þróun hugtaksins og verður áhersla lögð á að varpa ljósi á hvenær gáleysi tjónþola leiðir til bótaskerðingar.
    Við sakarmatið hafa komið til hjálpar í seinni tíð mikið safn reglugerða og reglna og nægir oft að athuga hvort tjónvaldur hafi brotið gegn þeim reglum við mat á sök hans. Þá er talað um að hlutlægur mælikvarði hafi verið notaður við sakarmatið og þarf þá ekki að fara út í huglægt mat. Meðábyrgð tjónþola getur verið þungbær en lagaákvæði hafa verið lögfest og dómvenjur myndast sem draga úr ábyrgð einstaklinga.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17471


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SHG_17._des._lokaskjal.pdf479.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna