is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17472

Titill: 
  • Siðmenning er kostuð af sköttum : mörkin á milli skattahagræðingar, skattasniðgöngu og skattsvika
  • Titill er á ensku Taxes are the price we pay for a civilized society
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Leitast er við því að svara hvar mörkinn liggja milli skattahagræðingar, skattasniðgöngu og skattsvika. Félög greiða skatt af tekjum sínum að frádregnum rekstrarkostnaði. Reglurnar um hvað telst vera rekstrarkostnaður er að finna í lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt, þá helst 31. gr. 50. gr. tsl. tekur til þess sem ekki telst vera rekstrarkostnaður.
    Það nefnist skattahagræðing þegar félög nýta sér reglur tekjuskattslaga til að takmarka skattgreiðslu sína. Skattasniðganga og skattsvik eru bæði ólögmæt atferli sem fólk notar til að komast hjá því að greiða skatta. Skattasniðganga telst vera vægara brot heldur en skattsvik. Vegna skattahagræðingar er einungis ákvarðað álag ofan á tekjuskattsstofn aðila, vegna skattsvika geta legið við háar sektir, eða allt að 6 ára fangelsi.
    Auðveldara er að skýra mörkinn milli skattahagræðingar og skattasniðgöngu. Til skattahagræðingar teljast atvik sem eru lögmæt. Hins vegar telst það vera skattasniðganga um er að ræða ólögmætar gerðir. Skattasniðganga er sá verknaður sem skattaaðilar sníða hjá eða fullnægja ekki öllum skilyrðum tekjuskattalaga. Upp getur komið að aðili geri sér ekki grein fyrir ólögmæti gerða sinna, fremur því verknaðinn af gáleysi sem dæmi má nefna Úrskurð yfirskattanefndar nr. 78/2009. Málsatvik eru þau, aðili hafði ekki fullnægt skilyrðum tekjuskattlaga við nýtingu rekstrartaps annars félags af tveimur við samruna. „Yfirskattanefnd taldi að yfirfærða tap hefði ekki myndast í sams konar rekstri.“
    Munurinn á milli skattasniðgöngu og skattsvika er oft á tíðum huglægt mat. Ef brotið er smávægilegt og aðilar voru með þann vilja að greiða réttan skatt á réttum tíma þá er atvikið skattahagræðing, en ef brotið er alvarglegt og um er að ræða ásetning eða stórkostlegt gáleysi, er um að ræða skattsvik.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17472


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerd_Thelma_Dogg.pdf427.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna