is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17477

Titill: 
  • Fjölbreytileiki stjórnarmanna, til framdráttar eða falls?
  • Titill er á ensku Does diversity amongst board members result in better governance within companies?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvort fjölbreytileiki stjórnarmanna innan stjórna sé til framdráttar eða falls. Var það skoðað út frá breytum eins og kyni, aldri, menntun og reynslu. Átta fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri á Íslandi, fjögur af fimm stærstu fyrirtækjum Íslands og fyrirtæki sem hafa fengið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum, voru skoðuð og stjórnir þeirra greindar út frá ofantöldum breytum. Leiddi það í ljós að stjórnir þessara átta íslensku fyrirtækja eru að stærstum hluta fjölbreyttar með tilliti til kyns, aldurs, menntunar og reynslu.
    Mikið af rannsóknum eru til um viðfangsefnið og hafa margar þeirra leitt í ljós að fjölbreyttar stjórnir eru virkari og að fjölbreytni skili sér í ferskari sýn og nýjum hugmyndum auk þess sem stjórnir sem hafa stjórnarmenn með víðtæka reynslu taka betri ákvarðanir. Sýnt hefur verið fram á að stjórnarhættir fjölbreyttra stjórna eru betri en þeirra sem einsleitar eru og fyrirtæki með góða stjórnarhætti eru, ef litið er til lengri tíma, með betri afkomu og teljast því til vænlegri fjárfestingakosta.
    Niðurstaða rannsóknar höfundar leiddi í ljós að fjölbreytileiki í stjórnum fyrirtækja sé frekar til framdráttar en til falls og ætla má að fjölbreytileiki stjórna skili sér í betra fyrirtæki með betri afkomu og betra vinnuumhverfi.

Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17477


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerd_KristinTH.pdf643.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna