is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17490

Titill: 
  • Gæða- og umhverfiskerfi
  • Titill er á ensku Quality and environmental systems
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er á að svara rannsóknarspurningunni: Hver er ávinningur og eða ókostir þess fyrir bílaleigur að taka upp gæða- og umhverfisvottanir? Voru skoðaðar helstu kenningar í gæðastjórnun og helstu umhverfis- og gæðavottanir sem
    fyrirtæki nota helst á Íslandi í dag. Það virðist vera að aðeins ein bílaleiga á Íslandi sé með vottun af einhverju tagi á sínum rekstri en ekki náðist að ræða við þá aðila um þeirra skoðanir.
    Hins vegar var rætt var við stjórnendur í tveimur fyrirtækjum sem gengið höfðu í gegnum ISO vottun á öðrum vettvangi atvinnulífsins, þó reyndar annað þeirra starfi í ferðaþjónustu. Til þess að öðlast innsýn í upplifun stjórnenda á þeim kostum og göllum sem fylgja slíku ferli.
    Helstu niðurstöður má túlka á þann veg að ef horft er til lengri tíma má með innleiðingu gæða- og umhverfiskerfa stuðla að betra fyrirtæki fyrir alla hagsmunaraðila þess; viðskiptavini, starfsfólk, nánasta samfélag sem og eigendur. Ekki fékkst þó skýr niðurstaða í það hvort að sá ávinningur sem næst við innleiðingu á gæðakerfi sé vegna gæðakerfisins sjálfs, eða eingöngu vegna aukinnar vakningar um gæðamál almennt. Þó má ætla að innleiðing gæðakerfis sé góð leið til þess að festa gæðastjórnun í sessi og til þess að öðlast betri yfirsýn á verkefnið. Eftir samanburð á mismunandi gæða- og umhverfiskerfum og vottunum er það mat höfundar að ISO 9001 og ISO 14001 vottanir séu það sem muni skila
    fyrirtækjum bestum ávinningi.
    Kostnaður getur verið mikill og veltur mikið til á því hversu vel fyrirtæki eru undirbúin og hversu skipulega er farið í verkefnið, erfitt er að meta nákvæmlega kostnað fyrirfram og í framhaldi jákvæðar fjárhagslegar afleiðingar vottunar en það væri hugsanlega tilefni til annarrar rannsóknar sem væri athyglisvert að skoða.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 2015
Samþykkt: 
  • 25.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17490


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gæða- og umhverfiskerfi-AntonSmáriRúnarsson.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna