is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17507

Titill: 
  • Það er næsta víst ... : hvað einkennir einkum umfjöllun um íþróttir í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum?
  • Titill er á ensku It is almost certain ... ; what particlularly characterizes the discussion of sport in Icelandic literature and media?
Námsstig: 
  • Doktors
Útdráttur: 
  • Heiti þessa doktorsverkefnis er Það er næsta víst ... eftir frægu orðatiltæki höfðingjans í hópi íslenskra íþróttafréttamanna, Bjarna Felixsonar. Markmið þess er að draga saman þekkingu um umfjöllunina í íslensku samfélagi um íþróttir og öðlast innsýn í hana og megineinkenni hennar sem og stöðu íþrótta sem menningarlegs fyrirbæris. Gerð er grein fyrir fræðilegum bakgrunni og stöðu hugvísindalegra rannsókna á íþróttum hérlendis sem erlendis. Aðalrannsóknarspurning verkefnisins er Hvað einkennir einkum umfjöllun um íþróttir í íslenskum bókmenntum og fjölmiðlum? Af aðalspurningunni eru síðan leiddar þrjár undirspurningar: 1) Hvers konar siðrænni hugsun og viðhorfum í íþróttum lýsir íslenskur nútímaskáldskapur? 2) Hvernig er fjallað um íslenskt afreksíþróttafólk á alþjóðavísu í íslenskum prentmiðlum? 3) Hvað einkennir íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum?
    Svara er leitað með þremur rann¬sóknum þar sem beitt er aðferðum siðfræði-, orðræðu- og textagreiningar. Niðurstöður þeirra eru þríþættar: 1) Ísland er líkt öðrum samfélögum Vesturlanda hvað varðar sjálflægni og einstaklingshyggju og því má gera ráð fyrir ákveðnum líkindum í íþróttaheiminum einnig. Lítið er fjallað um íþróttir í íslenskum nútímabókmenntum en í þeim sagnaskáldskap sem fjallar um íþróttir ræður hins vegar ríkjum rómantísk siðferðisafstaða til íþrótta. 2) Í íslenskri íþróttaorðræðu fjölmiðlanna ríkja meginstefin þjóðernisstolt og afrekshrifning. Þöggun eða verulega skert umfjöllun að magni til ríkir gagnvart flestum íþróttagreinum öðrum en knattspyrnu og handbolta, gagnvart íþróttakonum og gagnvart fötluðum íþróttamönnum. Þróun í tíma kemur fram í því að orðræðan um eldri íþróttamennina virðist hófstilltari en ýktari um þá nýrri (yngri). Loks hefur orðræðan um íþróttir tilhneigingu til að vera karllæg, flest miðast þar við hrausta og sterka ófatlaða karlmenn. 3) Íslenskt íþróttamálfar í fjölmiðlum einkennist af gáska, ýktu orðafari, nýjungum í málfari og ríku skáldmáli. Lokaniðurstaða rannsóknanna þriggja dregin saman í einföldu svari við aðalspurningunni er að umfjöllun um íþróttir á Íslandi einkennist fyrst og fremst af sterkum tilfinningum og geðshræringum.
    Lykilorð: Íþróttasiðfræði, íþróttabókmenntir, íþróttafjölmiðlun, íþróttaumfjöllun, íþróttaorðræða, íþróttamálfar, tilfinningar, geðshræringar.

  • Útdráttur er á ensku

    This doctoral dissertation is titled: It is almost certain ... The title is a famous phrase commonly used by Bjarni Felixson, the most celebrated sport commentator in Iceland. The purpose of the dissertation is collect knowledge on the sport discourse and discussion in sports in Iceland and to explore it from different angles in order to understand it and the status of sport as a cultural phenomenon. The literature in the humanities on sports and their status in Iceland as well as globally is carefully reviewed. The primary research question, What particlularly characterizes the discussion of sport in Icelandic literature and media?, further leads to three derived questions: 1) What kind of morals and views of sports are described in Icelandic contemporary Iiterature? 2) What characterizes the discussion of Icelandic elite athletes in the Icelandic printed media? 3) What typifies Icelandic sport language in the media? The answers are sought via ethical analysis and discourse and text analyses.
    The main findings are threefold: 1) Iceland is similar to other Western nations with regards to self-centrism and self-interest, and there¬fore, these values are likely to dominate the Icelandic sport world as well. However, little is written on sport in Icelandic contemporary sports literature but in the few cases there is a strong romantic ethical view on sports. 2) In the Icelandic sport media, the main themes are national pride and enthusiasm for achievement. Silence is evident towards most sports except soccer and team handball and towards female athletes and disabled athletes. The effect of time is also apparent because the discussion of older athletes is more moderate but for the younger (newer) ones, it is more dramatic and exaggerated. Finally, the discussion of sport has the tendency to be masculine; the norm is a healthy, strong male without disability. 3) The sport language in the Icelandic media is characterized by humour, exaggerated speech, innovative usage, and rich poetic language. The main conclusion and the answer to the primary research question is, however, simple: The discussion of sports in Iceland is characterized by strong sentiments and emotions.
    Key words: Sport ethics, Sport literature, Sport media, Sport discussion, Sport discourse, Sport language, Feelings and Emotions.

Samþykkt: 
  • 1.4.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17507


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Doktorsritgerð GSæm-lokaútgáfa m greinum.pdf29.46 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna